Málið tekið fyrir í yfirrétti á Englandi 30. nóvember 2006 06:45 Jón Ólafsson Vildi ekkert tjá sig um efnisatriði málsins. MYND/GVA Málflutningur í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, í yfirrétti á Englandi, fer fram í dag. Kröfu Hannesar um að dómur sem féll í enskum dómstóli, þess efnis að Hannesi bæri að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna orða sem hann birti á heimasíðu sinni, yrði ógiltur var hafnað. Hann áfrýjaði málinu í kjölfarið til yfirréttar. „Aðalatriðið er að ég tel að mér hafi verið ranglega stefnt og í dómi undirréttar var á það fallist að mér hafi verið stefnt á röngum forsendum. Hins vegar þótti það ekki nóg ástæða til þess að fallast á mína kröfu og ég ákvað í kjölfarið að láta á það reyna, hvort yfirréttur myndi meta efnisatriði málsins með sama hætti," sagði Hannes er Fréttablaðið náði tali af honum í gær en hann var þá staddur í London og ætlaði sér að vera viðstaddur málflutninginn í dag. Grundvöllur málsins byggist á ummælum er birtust á heimasíðu Hannesar, sem vistuð var á vef-svæði Háskóla Íslands. Ummælin voru á ensku og fjölluðu um að Jón hefði lagt grunninn að viðskiptaferli sínum með ólögmætum fíkniefnaviðskiptum. Hannes hefur síðan margsinnis haldið því fram að hann hafi aðeins verið að endursegja fréttir sem fjallað hafi verið um í íslenskum dagblöðum, meðal annars í Morgunpóstinum árið 1995. Jón Ólafsson sagði lögfræðinga sína sjá alfarið um málið er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann var því ekki tilbúinn til þess að ræða efnisatriði þess. Innlent Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Málflutningur í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors og Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, í yfirrétti á Englandi, fer fram í dag. Kröfu Hannesar um að dómur sem féll í enskum dómstóli, þess efnis að Hannesi bæri að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna orða sem hann birti á heimasíðu sinni, yrði ógiltur var hafnað. Hann áfrýjaði málinu í kjölfarið til yfirréttar. „Aðalatriðið er að ég tel að mér hafi verið ranglega stefnt og í dómi undirréttar var á það fallist að mér hafi verið stefnt á röngum forsendum. Hins vegar þótti það ekki nóg ástæða til þess að fallast á mína kröfu og ég ákvað í kjölfarið að láta á það reyna, hvort yfirréttur myndi meta efnisatriði málsins með sama hætti," sagði Hannes er Fréttablaðið náði tali af honum í gær en hann var þá staddur í London og ætlaði sér að vera viðstaddur málflutninginn í dag. Grundvöllur málsins byggist á ummælum er birtust á heimasíðu Hannesar, sem vistuð var á vef-svæði Háskóla Íslands. Ummælin voru á ensku og fjölluðu um að Jón hefði lagt grunninn að viðskiptaferli sínum með ólögmætum fíkniefnaviðskiptum. Hannes hefur síðan margsinnis haldið því fram að hann hafi aðeins verið að endursegja fréttir sem fjallað hafi verið um í íslenskum dagblöðum, meðal annars í Morgunpóstinum árið 1995. Jón Ólafsson sagði lögfræðinga sína sjá alfarið um málið er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann var því ekki tilbúinn til þess að ræða efnisatriði þess.
Innlent Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira