Eigum ekki að bera okkur saman við Nýsjálendinga 30. nóvember 2006 07:15 Valdimar er búfræðingur sem starfað hefur hjá nýsjálenska landbúnaðarráðuneytinu, verið bankastjóri hjá Landsbankanum nýsjálenska, en starfar nú hjá alþjóðabankanum Rabobank. MYND/GVA Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Landbúnaður á Nýja-Sjálandi og Íslandi er svo ólíkur að ekki er hægt að bera löndin saman. Þar var ríkisstuðningur afnuminn fyrir um aldarfjórðungi. Valdimar Einarsson, sérfræðingur frá Nýja-Sjálandi, gagnrýnir framseljanlegan ríkisstuðning. Landbúnaður hér kemur alltaf til með að þurfa ríkisstuðning í einhverri mynd auk tollavarna að mati Valdimars Einarssonar, sérfræðings í landbúnaðarmálum frá Nýja-Sjálandi. Hann segir fyrirvaralaust afnám ríkisstuðnings við landbúnað þar í landi hafa verið um margt sársaukafullt ferli, en hér telur hann að áhrifin yrðu jafnvel enn meiri. Valdimar var með erindi á fundi Bændasamtaka Íslands í gærmorgun undir yfirskriftinni „Á að vera landbúnaður á Íslandi?“ Valdimar telur fyrirvaralaust afnám ríkisstyrkja hér í raun myndu boða endalok landbúnaðar, en segir Nýsjálendinga um leið ekki sjá eftir breytingunni þar. „Þar átti aldrei að taka upp ríkisstyrki,“ segir hann. Valdimar bendir engu að síður á að Nýsjálendingar verji sinn landbúnað og séu líklega með mestu innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum sem þekkist. „Við getum lært af Nýsjálendingum og höfum gert það með því að flytja inn þekkingu og reynslu þeirra af sauðfjárrækt,“ segir hann, en áréttar að stærðarhlutföll og áherslur séu allt aðrar í landbúnaði þar en hér. „Nýsjálendingar eru útflutningsþjóð,“ segir hann og bendir á að 90 prósent af framleiddu kindakjöti og 95 prósent mjólkurframleiðslu Nýsjálendinga sé til útflutnings. Hlutur landsins í heimsviðskiptum nemur 55 prósentum í kindakjötinu og 33 prósentum í mjólkinni. Til að setja stærðarhlutföll í samhengi bendir hann á að 17 ára sonur hans vinni á Nýja-Sjálandi við annan mann við að mjólka um þúsund kýr tvisvar á dag. „Á Íslandi öllu eru um 25.000 kýr. Á svæðinu sem ég starfa á þarf ég ekki að keyra nema 15 til 20 kílómetra til að vera kominn fram hjá allri íslensku hjörðinni.“ Valdimar telur að þegar komi að mjólkurframleiðslu eigi Íslendingar að bera sig saman við Danmörku, ekki Nýja-Sjáland. „Danir eru að gera það gott og þar er rétta viðmiðunin.“ Í máli Valdimars kom engu að síður fram að hér mætti gera umbætur og var hann gagnrýninn á kvótakerfið sem hann telur ávísun á skuldsett bú. „Framsal kvóta nýtist bara fyrstu kynslóðinni,“ segir hann. Þá telur hann færa leið að setja nýtingarskyldu á bújarðir, því verð þeirra hér verði aldrei í samræmi við þær nytjar sem hafa megi af landbúnaði á þeim. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira