Nasdaq tryggir sig fyrir yfirtöku á LSE 30. nóvember 2006 06:15 Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur tryggt sig fyrir óvinveitta yfirtöku á Kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi. Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Fjármögnunin samanstendur af láni til allt að sjö ára sem gerir hlutabréfamarkaðnum kleift að að standa straum af öllum aukakostnaði sem fellur til við tilboðsferlið. Í framhaldinu mun Nasdaq selja eigin bréf fyrir allt að 775 milljónir bandaríkjadala eða um 55 milljarða íslenskra króna til að tryggja sig. Um gríðarlegar lántökur er að ræða og tilkynntu matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moody’s, að þau myndu færa lánshæfismat markaðarins niður reynist lánabagginn of þungur. Nasdaq gerði yfirtökutilboð í annað sinn á árinu í LSE í síðustu viku sem hljóðaði upp á ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Samhliða því jók markaðurinn eign sína í LSE úr fimmtungshlut í 28,75 prósent. Carla Furse, forstjóri LSE, hafnaði tilboðinu og taldi það ekki endurspegla virði markaðarins og framtíðarmöguleika hans. Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að LSE tók ekki tilboðinu og lýsti því yfir að Nasdaq myndi fara í óvinveitta yfirtöku á LSE. Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Fjármögnunin samanstendur af láni til allt að sjö ára sem gerir hlutabréfamarkaðnum kleift að að standa straum af öllum aukakostnaði sem fellur til við tilboðsferlið. Í framhaldinu mun Nasdaq selja eigin bréf fyrir allt að 775 milljónir bandaríkjadala eða um 55 milljarða íslenskra króna til að tryggja sig. Um gríðarlegar lántökur er að ræða og tilkynntu matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moody’s, að þau myndu færa lánshæfismat markaðarins niður reynist lánabagginn of þungur. Nasdaq gerði yfirtökutilboð í annað sinn á árinu í LSE í síðustu viku sem hljóðaði upp á ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Samhliða því jók markaðurinn eign sína í LSE úr fimmtungshlut í 28,75 prósent. Carla Furse, forstjóri LSE, hafnaði tilboðinu og taldi það ekki endurspegla virði markaðarins og framtíðarmöguleika hans. Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að LSE tók ekki tilboðinu og lýsti því yfir að Nasdaq myndi fara í óvinveitta yfirtöku á LSE.
Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira