Orðheldni skiptir máli 30. nóvember 2006 05:00 Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Kennarar í skólum borgarinnar hafa á undanförnum vikum ályktað og sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir lýsa óánægu sinni með að ekki hefur fengist niðurstaða í hvort endurskoðunarákvæði í samningum þeirra komi þeim til góða. Á undanförnum dögum hafa sveitarstjórnarmenn tjáð sig í fjölmiðlum um með hvaða hætti þeir sjá fyrir sér samninga við kennara í framtíðinni. Þeir leggja til að aðskilja þurfi annars vegar samninga um launakjör og hins vegar samninga um innra skólastarf. Það sé í höndum sveitarstjórnarmanna að útfæra það. Því ber að fagna að sveitarstjórnarmenn tjái sig um grunnskólann. Grunnskólinn er stærsta og mikilvægasta verkefni sveitarfélaga og hornsteinn íslensks þjóðfélags. Góð grunnmenntun þjóðarinnar er forsenda þess að við getum talist til sjálfstæðrar þjóðar. Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að efla traust samfélagsins til samningagerðar við grunnskólakennara áður en næsta samningalota hefst. Koma þarf í veg fyrir að starf í grunnskólum verði fyrir viðlíka uppnámi og í samningalotunni árið 2004. En hvað ber þá að varast í þessari umræðu? Kjarasamningar kennara hafa verið tvíhliða. Annars vegar samningar um kaup og kjör og hins vegar fjalla þeir um gæði kennslu. Í drögum um kjarastefnu Félags grunnskólakennara er tvennt sem sérstaklega miðar að því að bæta skólastarfs. Í fyrsta lagi sveigjanleg kennsluskylda; ekki á að vera lágmark á kennsluskyldu en það á að vera hámark. Í öðru lagi nemendafjöldi í bekk/námshóp, til þess að hægt sé að tryggja að nemendahópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög og aðalnámskrá kveða á um. Kennarar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á að samningar þeirra innihaldi ákvæði sem gera þeim kleift að vinna af fagmennsku. Þessir kjaraliðir hafa ekki skilað þeim betri launum í krónum talið en hins vegar betri skóla og þar með starfsumhverfi. Kennarar hafa talið mjög mikilvægt að tryggja faglega kennslu í grunnskólum um allt land. Þetta endurspeglast í könnunum sem gerðar hafa verið á skólastarfi og árangri nemenda í samræmdum prófum, s.s PISA. Ekki er merkjanlegur munur á skólum hér á landi, ólíkt því sem gerist annars staðar í heiminum. Ísland skipar sér í fyrsta sætið hvað þetta varðar og Norðurlönd koma strax á hæla okkar enda hafa samningar kennara á Norðurlöndum gengið út á það sama: Að tryggja faglega og góða kennslu, bæði í gegnum kjarasamninga og aðalnámskrá. Hefjast þarf strax handa ef byggja á upp traust tímanlega fyrir næstu samninga um að nægilegt fjármagn sé tryggt til að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni. Ef takast á að fylkja kennurum að baki þeirri samningagerð sem framundan er verða sveitarstjórnarmenn að sýna að þeir séu traustsins verðir með því að bregðast strax við endurskoðunarákvæði samningsins, þ.e. skoða hug sinn til þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir. Orðheldni skiptir miklu máli í samningagerð. Öll viljum við jú að allir nemendur njóti lögbundinnar kennslu í framtíðinni og nægt fjármagn sé tryggt til að standa straum af kostnaði við hana.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar