Framleiðendur appelsínusafa í Brasilíu eiga yfir höfði sér ákæru frá appelsínuræktendum, sem segja að þeir hafi átt með sér samráð um verð á appelsínusafa.
Samkeppnisyfirvöld syðra hafa í sjö ár haft mál framleiðendanna til rannsóknar. 3,3 milljarða króna sáttagreiðslu var hafnað og felldu yfirvöld á dögunum úrskurð þess efnis að framleiðendur hefðu haft með sér samráð um safaverðið og haldið eftir allt að 231,5 milljörðum íslenskra króna af útflutningsverðmæti appelsínusafa síðastliðin fimmtán ár.