Sími þingmanns var hleraður 28. nóvember 2006 07:00 Hannibal Valdimarsson Dómsúrskurður um að lögreglunni í Reykjavík væri leyfilegt að hlera síma Hannibals Valdimarssonar var kveðinn upp sunnudaginn 26. febrúar 1961, en þá sat Hannibal á þingi og naut því þinghelgi. Þetta kemur fram í gögnum sem Ólafur, sonur Hannibals, hefur fengið frá þjóðskjalaverði. Að sögn Ólafs var úrskurðurinn fenginn að beiðni dómsmálaráðuneytisins og Baldur Möller deildarstjóri skrifaði undir beiðnina fyrir hönd ráðuneytisins. Sakadómari, Valdimar Stefánsson, kom þann sama dag upp í ráðuneyti og kvað upp dómsúrskurð um að hlerun væri heimil á heimasíma Hannibals og vinnusíma hans hjá Alþýðusambandi Íslands, en Hannibal var forseti þess. Einnig var veitt heimild til hlerunar á símanúmerum annarra, en yfir þau hefur verið strikað. Annar af tveimur vottum að úrskurðinum var Sigurjón Sigurðsson, þáverandi lögreglustjóri. Dómsúrskurður Valdimars byggist á tveimur röksemdum. Að þeir sem hleraðir skuli, liggi undir grun um að vilja trufla starfsfrið Alþingis og að þeir séu grunaðir um að ógna öryggi ríkisins. Á þessum tíma var Hannibal annar af tveimur leiðtogum stjórnarandstöðunnar, búinn að sitja á þingi í hálfan annan áratug, eða síðan 1946. Hann hafði verið í ríkisstjórn skömmu áður, gegndi embætti félags- og heilbrigðismálaráðherra til ársloka 1958. Ekki fylgir upplýsingum þjóðskjalavarðar hversu lengi hleranirnar stóðu yfir né hver nýtti sér upplýsingar úr þeim. Ekki heldur hvað um þær varð. Innlent Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Dómsúrskurður um að lögreglunni í Reykjavík væri leyfilegt að hlera síma Hannibals Valdimarssonar var kveðinn upp sunnudaginn 26. febrúar 1961, en þá sat Hannibal á þingi og naut því þinghelgi. Þetta kemur fram í gögnum sem Ólafur, sonur Hannibals, hefur fengið frá þjóðskjalaverði. Að sögn Ólafs var úrskurðurinn fenginn að beiðni dómsmálaráðuneytisins og Baldur Möller deildarstjóri skrifaði undir beiðnina fyrir hönd ráðuneytisins. Sakadómari, Valdimar Stefánsson, kom þann sama dag upp í ráðuneyti og kvað upp dómsúrskurð um að hlerun væri heimil á heimasíma Hannibals og vinnusíma hans hjá Alþýðusambandi Íslands, en Hannibal var forseti þess. Einnig var veitt heimild til hlerunar á símanúmerum annarra, en yfir þau hefur verið strikað. Annar af tveimur vottum að úrskurðinum var Sigurjón Sigurðsson, þáverandi lögreglustjóri. Dómsúrskurður Valdimars byggist á tveimur röksemdum. Að þeir sem hleraðir skuli, liggi undir grun um að vilja trufla starfsfrið Alþingis og að þeir séu grunaðir um að ógna öryggi ríkisins. Á þessum tíma var Hannibal annar af tveimur leiðtogum stjórnarandstöðunnar, búinn að sitja á þingi í hálfan annan áratug, eða síðan 1946. Hann hafði verið í ríkisstjórn skömmu áður, gegndi embætti félags- og heilbrigðismálaráðherra til ársloka 1958. Ekki fylgir upplýsingum þjóðskjalavarðar hversu lengi hleranirnar stóðu yfir né hver nýtti sér upplýsingar úr þeim. Ekki heldur hvað um þær varð.
Innlent Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira