Auðmenn ráði ekki útliti miðbæjarins 28. nóvember 2006 06:15 Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir. Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir.
Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira