Hluti mæðraeftirlits nú á Landspítala 28. nóvember 2006 06:15 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Einar Sveinsson, arkitekt og húsameistari Reykjavíkur, teiknaði Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg árið 1947. Bygging þess hófst árið 1949 og var fyrsta deildin tekin í notkun fjórum árum síðar. Húsið var vígt árið 1957. HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,, Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
HEILBRIGÐISMÁL Við flutning Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur frá Barónsstíg í Mjódd hefur mæðraeftirlit vegna áhættumeðgöngu verið flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús, þar sem kvennadeildin er til húsa. Félag ljósmæðra hefur meðal annars gagnrýnt þær breytingar, sérstaklega það að konur sem hafa verið í meðgöngueftirliti á miðstöð mæðraverndar þurfi að flytja sig annað, ýmist á LSH eða til heilsugæslustöðvanna eftir því hvort meðganga þeirra telst eðlileg eða þær eigi við meðgöngutengd vandamál að stríða. Sigríður Sía Jónsdóttir hefur gegnt stöðu yfirljósmóður á miðstöð mæðraverndar en hefur kosið að láta af störfum við breytingarnar. Hún er ósátt við hvernig að málum hefur verið staðið. „Þetta er afskaplega sorglegt og erfitt fyrir margar konur að skipta um lækni og ljósmæður. Það voru aðeins veikustu konurnar sem voru í eftirliti hjá okkur. Hinar heilbrigðu voru flestar hverjar í eftirliti á heilsugæslustöðvunum,“ segir hún. „Það er mjög sérstakt af hverju ekki var hægt að gera þetta á mýkri hátt, til að mynda með því að við fengjum að sinna þeim áfram sem voru í eftirliti hjá okkur og LSH tæki við nýjum sjúklingum. Þannig hefði verið hægt að láta starfsemina fjara út,“ segir Sigríður. Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að það hefði verið of dýr kostur fyrir ríkið að láta þjónustuna við verðandi mæður á Barónsstíg fjara út og reka þannig tvær einingar samhliða, á LSH og Barónsstíg. „Við gerðum þetta eins mildilega og unnt var,“ segir Ragnheiður og bendir á að rætt hafi verið við hverja einustu konu sem hafði samband við ráðuneytið og útskýrt í hverju breytingarnar væru fólgnar. „Ég er stolt af því hvernig starfsfólk beggja eininganna hefur unnið þetta mál á lokasprettinum,“ segir hún. Að sögn Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennasviði LSH, tók kvennadeild LSH við um hundrað konum í eftirliti vegna áhættumeðgöngu á föstudag. Hún segir málum betur fyrir komið með þessum hætti því þá þurfi konur í áhættumeðgöngu nú aðeins að fara á einn stað. Alls flytjast rúm tvö stöðugildi ljósmæðra á LSH en fleiri flytjast út til heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Búist er við því að eftirlit vegna áhættumeðgöngu á LSH muni sinna um fimmtán prósentum barnshafandi kvenna, sem eru um þúsund konur á ári. „Með þessari breytingu er einfaldlega verið að skipta þjónustu við verðandi mæður eftir áhættuþáttum. Þær sem eru ekki í áhættuhópum verða í eftirliti á heilsugæslustöðvunum en hinar hér,“ segir Hildur. Konur sem ekki eru með heimilislækni eiga eftir sem áður rétt á mæðraeftirliti á þeirri heilsugæslustöð sem þær kjósa sér. HildurHarðardóttir .. Sigríður SíaJónsdóttir ,,
Innlent Tengdar fréttir Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Hálfrar aldar starfsemi lokið Starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur flutti á föstudag úr húsnæði sínu við Barónsstíg eftir rúmlega hálfrar aldar starfsemi þar. 28. nóvember 2006 05:30