Takmarkanir á kostun og auglýsingatekjum ræddar 28. nóvember 2006 06:45 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri skjásins. Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús. Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús.
Innlent Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira