Takmarkanir á kostun og auglýsingatekjum ræddar 28. nóvember 2006 06:45 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri skjásins. Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús. Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Alþingi Menntamálanefnd Alþingis hefur rætt þrjár mögulegar breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið, sem það stefnir á að senda frá sér á morgun að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns nefndarinnar: að takmarka eða setja þak á auglýsingasölu, að takmarka eða banna kostun dagskrárefnis og að banna, eða takmarka, birtingu auglýsinga á vef Ríkisútvarpsins. Þriðja tillaga nefndarinnar er breyting á 2. tölulið 11. mgr. frumvarpsins, en þar kemur fram að RÚV geti birt auglýsingar í útvarpi eða öðrum miðlum. Samkvæmt greininni myndi RÚV geta birt auglýsingar á vefsvæði sínu, en stofnuninni hefur verið meinað að gera það frá árinu 2003. Menntamálanefnd vill að svo verði áfram. Páll Magnússon útvarpsstjóri var kallaður á fund menntamálanefndar Alþingis í gærmorgun þar sem tillögur nefndarinnar voru ræddar. Hann segir ekki óeðlilegt að rætt sé hvort, og þá hvernig, beri að setja einhvers konar efri mörk á fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Ari Edwald, forstjóri 365, er hlynntur breytingum menntamálanefndar á frumvarpinu. Hann segir að fyrirtæki eins og 365 geti ekki búið við það án breytinga að ríkisfyrirtækið geti eytt meira en hálfum milljarði í fréttir og Kastljós, og geti einnig yfirboðið einkafyrirtæki við kaup á afþreyingar- og íþróttaefni. Hann segir að ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt þurfi 365 að draga úr sinni þjónustu. „Ég hef gengið svo langt að segja að með þessu frumvarpi óbreyttu stefni ríkisstjórnin að því að koma á ríkiseinokun í fréttaflutningi í sjónvarpi,“ segir Ari. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs RÚV, segir að þrjátíu prósent af heildartekjum RÚV séu fengnar með sölu auglýsinga og kostana og að hlutdeild stofnunarinnar á auglýsingamarkaði sé um þrettán prósent. Hann telur að hlutdeild RÚV sé ekki það mikil að hún komi sér illa fyrir einkafyrirtæki á markaði. Hann telur að ef hlutdeild RÚV fer yfir til annarra fyrirtækja geti það jafnvel orsakað fábreytni á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins, er hlynntur breytingunum. „Það er einkennilegt hvernig ríkisstofnun eins og RÚV hefur fengið að þróast á auglýsingamarkaði, þrátt fyrir að þetta sé markaður þar sem einkafyrirtæki eru að keppa á,“ segir Magnús.
Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira