Hjúkrunarfræðingur til starfa á Kleppi gegn vilja sínum 28. nóvember 2006 05:45 Atvik milli tveggja hjúkrunarfræðinga að næturlagi heima hjá öðrum þeirra varð til þess að yfirmaður þeirra taldi ófært að þeir störfuðu áfram saman á geðsviði Landspítalans við Hringbraut. Annar hjúkrunarfræðingurinn, 36 ára gömul kona, var því flutt til í starfi og sagt að mæta til vinnu á Kleppi. Konan sættir sig ekki við flutninginn og hefur stefnt spítalanum fyrir dómstóla. Málið kann að leiða til uppsagnar hennar. Atburðurinn sem leiddi til þess að ákveðið var að flytja konuna á Klepp varð aðfaranótt laugardagsins 3. september. Hinn hjúkrunarfræðingurinn, sem er karlmaður, kvartaði undan konunni og hinn 17. október var henni tilkynnt í bréfi frá deildarstjóra móttökugeðdeildar að ágreiningur þeirra tveggja myndi valda röskun á starfinu. Hún ætti því að mæta til vinnu á Kleppi. „Lýsing á atviki frá báðum aðilum, leiðir líkum að því að farsælast sé að hjúkrunarfræðingarnir vinni ekki náið saman á næstunni," segir í bréfi deildarstjórans. Hvorki lögmaður konunnar né spítalinn vilja upplýsa hvað á að hafa gerst umrædda nótt. Konan sótti um flýtimeðferð á málinu fyrir dómstólum sem höfnuðu því þar sem í ráðningarsamningi konunnar væri ákvæði um að hún gæti flust á milli deilda og að vinnutími og laun væru eins og áður. Þá myndi hún eftir sem áður verða styrkt af geðsviði í endurmenntun í hugrænni atferlismeðferð. Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Atvik milli tveggja hjúkrunarfræðinga að næturlagi heima hjá öðrum þeirra varð til þess að yfirmaður þeirra taldi ófært að þeir störfuðu áfram saman á geðsviði Landspítalans við Hringbraut. Annar hjúkrunarfræðingurinn, 36 ára gömul kona, var því flutt til í starfi og sagt að mæta til vinnu á Kleppi. Konan sættir sig ekki við flutninginn og hefur stefnt spítalanum fyrir dómstóla. Málið kann að leiða til uppsagnar hennar. Atburðurinn sem leiddi til þess að ákveðið var að flytja konuna á Klepp varð aðfaranótt laugardagsins 3. september. Hinn hjúkrunarfræðingurinn, sem er karlmaður, kvartaði undan konunni og hinn 17. október var henni tilkynnt í bréfi frá deildarstjóra móttökugeðdeildar að ágreiningur þeirra tveggja myndi valda röskun á starfinu. Hún ætti því að mæta til vinnu á Kleppi. „Lýsing á atviki frá báðum aðilum, leiðir líkum að því að farsælast sé að hjúkrunarfræðingarnir vinni ekki náið saman á næstunni," segir í bréfi deildarstjórans. Hvorki lögmaður konunnar né spítalinn vilja upplýsa hvað á að hafa gerst umrædda nótt. Konan sótti um flýtimeðferð á málinu fyrir dómstólum sem höfnuðu því þar sem í ráðningarsamningi konunnar væri ákvæði um að hún gæti flust á milli deilda og að vinnutími og laun væru eins og áður. Þá myndi hún eftir sem áður verða styrkt af geðsviði í endurmenntun í hugrænni atferlismeðferð.
Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira