Ég er maður eins og þeir 24. nóvember 2006 01:00 Guðmundur Erlingsson leikstjóri MYND/gva Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“ Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“
Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira