Íslendingar vinna mest allra í Evrópu 24. nóvember 2006 01:45 Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant. Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira
Samkvæmt sérblaði sem enska blaðið The Economist gaf út þann 16. nóvember um horfur í stjórn- og efnahagsmálum árið 2007, er lýðræði næstmest á Íslandi af þeim 165 löndum í heiminum sem rannsökuð voru. Löndunum eru gefnar einkunnir út frá fimm þáttum: framkvæmd kosninga og fjölhyggju, virkni opinberrar stjórnsýslu, stjórnmálaþátttöku, pólitískri menningu og borgaralegum frelsisréttindum. Ísland fær einkunnina tíu í þremur þáttum, en 9.64 í virkni stjórnsýslu og 8,89 í stjórnmálaþátttöku, og endar með meðaleinkunnina 9,71 á lýðræðisstuðli The Economist. Svíþjóð er efst á listanum með einkunnina 9.88. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að tölurnar séu jákvæðar en þó geti Íslendingar gert betur á mörgum sviðum. Í niðurstöðunum vekur athygli hversu lítil stjórnmálaþátttaka er hér á landi miðað við þátttökuna í nokkrum öðrum löndum Evrópu, en í Svíþjóð, Noregi og Hollandi er stjórnmálaþátttakan meiri. Helgi segir að kosningaþátttaka á Íslandi sé mikil en að þátttaka borgaranna í starfi stjórnmálaflokka mætti vera meiri. „Íslendingar eru ekki virkir í starfi stjórnmálaflokka því þeir upplifa þá ekki sem lýðræðislegar stofnanir, heldur sem stofnanir þar sem ríkir formannaræði og hinn almenni flokksmaður hefur ekki mikið að segja um gang mála,“ segir Helgi og bætir því við að hægt sé að virkja Íslendinga til meiri þátttöku í stjórnmálastarfi. Í blaðinu kemur einnig fram að Íslendingar í fullri vinnu vinna langmest Evrópuþjóða, eða 47.1 klukkustund að meðaltali á viku. Grikkir eru í næsta sæti, vinna 44.3 klukkustundir á viku. Danir, Litháar og Norðmenn eru þær þjóðir sem vinna fæstar stundir að meðaltali í Evrópu: Danir 40.4, Litháar 39.5 og Norðmenn reka lestina í álfunni með 39.4 klukkustundir. Helgi segir að hægt sé að túlka þessa niðurstöðu á tvo vegu: annars vegar að Íslendingar þurfi að hafa meira fyrir lífsgæðum sínum en aðrar þjóðir og í öðru lagi að framleiðni á vinnustund sé ekki nægilega mikil hér á landi sem bendi til að skilvirkni og skipulagi á vinnustöðum sé ábótavant.
Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira