Reynir, skólar og kristniboð 24. nóvember 2006 05:45 Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Umræðan um Vinaleiðina heldur áfram og er á margan hátt holl og góð, en þó ekki allt sem þar er sagt. Reynir Harðarson reynir með skrifum sínum í Fréttablaðinu 20. nóvember að halda því fram að við Halldór Reynisson tölum tungum tveim og ýjar að því að við lítum á óheiðarleika sem kænsku. Með því að slíta orð úr sínu upprunalega samhengi er unnt að fá flesta til að segja hvað sem er. Sem betur fer vísar Reynir í heimild sína. Orð mín sem vitnað er í eru svar við spurningunni: „Hvað er trúboð?" Þar leitast ég við að svara henni og þar sem ég tala um Þjóðkirkjuna er ég að tala um starf hennar sem unnið er alfarið á hennar forsendum, eins og kemur fram í þeim orðum sem vitnað er í. Kirkjan er boðandi samfélag. Kærleiksþjónusta kirkjunnar og kristniboðsins er unnin óháð því hver á í hlut og þar er ekki leitast við að nýta sér veikleika annarra til boðunar þó svo vissulega sé hún samkvæmt sjálfsskilningi okkar vitnisburður um kærleika Guðs. Hún er unnin á forsendum þess sem þiggur hana. Sama hefur verið sagt um Vinaleiðina og samstarf við skóla í Garðabæ, það starf er unnið á forsendum skólans en ekki kirkjunnar. Hér er því verið að tala um tvenns konar starf sem mótast af þeim forsendum sem fyrir hendi eru. Fulltrúar kirkjunnar eru sér meðvitaðir og ættu að vera vel upplýstir eftir umræðu liðinna vikna um að innan skólans lúta þeir reglum hans. Ég leyfi mér í þessu sambandi að koma með aðra tilvitnun í önnur skrif mín til að leiðrétta misskilning sem virðist vera fyrir hendi: „Boðun trúarinnar og helgihaldið eru hlutverk kirkju og heimilis. Þvinguð boðun trúarinnar þar sem aðstaðan er misnotuð til boðunar ... er afar hæpin boðunaraðferð og viðbúið að fleiri skemmdir ávextir spretti af henni en heilir og góðir þegar fram í sækir. Mikilvægt er að við ávinnum okkur rétt til boðunar og þess að á okkur sé hlustað, án skilyrða og án þvingunar. Það á við hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna, hér á landi eða meðal þeirra sem minnst mega sín úti í heimi. Aðeins þannig verður tekið við fagnaðarerindinu af heilu hjarta" („Réttur til að boða trúna", Bjarmi, 1. tbl., mars 2005). Reynir bendir á störf mín og hefur þörf fyrir að setja starfsheiti mitt um tíma sem skólaprestur innan gæsalappa. Sem skólaprestur var ég starfsmaður Kristilegu skólahreyfingarinnar og studdi við starf Kristilegra skólasamtaka og Kristilegs stúdentafélags. Ég heimsótti nokkra framhaldsskóla og tók þátt í viðburðum á vegum nemenda, kenndi á Alfa-námskeiðum í Háskóla Íslands en sinnti engum störfum á vegum skólanna sjálfra en nemendur og nemendafélög höfðu leyfi til að nýta byggingarnar fyrir sitt félagsstarf eins og aðrir. Reynir minnist einnig á Ásatrúar-menn. Reynir telur sig sjá að heiðið siðgæði taki hinu kristna töluvert fram að mörgu leyti. Eitthvað minna þessi orð meira á trúboð en fræðslu. Ef hann er í Ásatrúar-félaginu er spurning hvort ekki sé ráð að hreinsa til í eigin ranni áður en taka á til hjá öðrum? Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrum skólaprestur.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar