Verðlaun veitt fyrir afbragðs auglýsingar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 22. nóvember 2006 00:01 Ingólfur Hjörleifsson, framkvæmdastjóri SÍA. Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. Yfir hádegisverði á Hótel Nordica á föstudaginn verður tilkynnt um sigurvegara í EFFIE 2006, af þeim sautján innsendingum sem bárust. SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur fyrir keppninni. Að sögn Ingólfs Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra SÍA, eru engin auglýsingaverðlaun eins hátt skrifuð og eftirsótt á alþjóðlegan mælikvarða og þau eru mikilvæg viðbót við önnur auglýsinga- og markaðsverðlaun, á borð við ÍMARK-verðlaunin og Lúðurinn, sem veitt eru hér á landi. Ingólfur segir þau um margt ólík öðrum verðlaunum hvað varðar þá þætti sem tekið er tillit til við val á sigurvegurum. Fyrir það fyrsta eru þau ekki fegurðarsamkeppni auglýsinga heldur er það sá mælanlegi árangur sem af auglýsingunni eða herferðinni hlýst sem skiptir máli. Við val á verðugum sigurvegurum eru dómarar keppninnar beðnir um að meta hvernig ýmsir markaðsþættir á borð við stefnumörkun, sköpunarþáttinn, birtingar og rannsóknir vinna saman. Með því að meta árangurinn af þessum þáttum og verðlauna þá er verðlaununum ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu fyrirtækja. Annað sem er sérstakt við EFFIE-verðlaunin er að fjöldi sigurvegara er ekki ljós í upphafi. Ef engin innsendinganna er talin verðskulda fyrstu verðlaun er þeim einfaldlega sleppt og einungis gefin silfur- og bronsverðlaun. Síðast þegar EFFIE-verðlaunin voru afhent hér á landi, árið 2003, unnu Framsóknarflokkurinn og Toyota á Íslandi til gullverðlauna. Framsóknarflokkurinn fyrir vel heppnaða ímyndarherferð fyrir þingkosningar það árið og Toyota fyrir auglýsingaherferðina „Ég er Yaris" sem flestir sem fylgjast með fjölmiðlum af einhverju tagi muna örugglega eftir. Í ár eru verðlaunin veitt öðru sinni og er stefnt að því að framvegis verði þau veitt á tveggja ára fresti. Þær auglýsingaherferðir sem valið stendur á milli í ár eru eftirfarandi: „Íslensk sókn um allan heim" frá Avion Group og Himni og hafi, „4x4xCRV Honda" frá Bernhard og H:N Markaðssamskiptum, „Ímyndarherferð Glitnis" frá Glitni og Hvíta húsinu, „Það er gott að eldast" frá Happdrætti DAS og Íslensku auglýsingastofunni, „Takk" frá Happdrætti SÍBS og H:N Markaðssamskiptum, „Lýður Oddsson" frá Íslenskri getspá og ENNEMM, „Gulu síðurnar" frá Já og ENNEMM, „Nám er lífsstíll" frá KB banka og ENNEMM, „Það hefur aldrei verið auðveldara að gefa" frá Netbankanum og Himni og hafi, „Ævintýraeyjan Ísland" frá Olís og Himni og hafi, „Aygo" frá Toyota á Íslandi og Íslensku auglýsingastofunni, „Láttu Póstinn sjá um allan pakkann" frá Póstinum og Íslensku auglýsingastofunni, „Sama hver staðan er - þú getur alltaf hringt kollekt" frá Símanum og ENNEMM, „Sérstök börn til betra lífs" frá Sjónarhóli og Íslensku auglýsingastofunni, „Átak 2004" frá Sorpu og H:N Markaðssamskiptum, „Ekki bara spari að spara" frá SPRON verðbréfum og Himni og hafi og „Ef þú ert tryggður - þá færðu það bætt" frá TM og Íslensku auglýsingastofunni. Auglýsinga- og markaðsmál Héðan og þaðan Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Nokkur fyrirtæki sem sýnt hafa afburða árangur í auglýsinga- og markaðsstarfi eiga gott í vændum næstkomandi föstudag. Í síðustu viku lágu dómarar EFFIE-keppninnar yfir innsendum tillögum að auglýsingum og herferðum sem þykja verðskulda lof. Yfir hádegisverði á Hótel Nordica á föstudaginn verður tilkynnt um sigurvegara í EFFIE 2006, af þeim sautján innsendingum sem bárust. SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur fyrir keppninni. Að sögn Ingólfs Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra SÍA, eru engin auglýsingaverðlaun eins hátt skrifuð og eftirsótt á alþjóðlegan mælikvarða og þau eru mikilvæg viðbót við önnur auglýsinga- og markaðsverðlaun, á borð við ÍMARK-verðlaunin og Lúðurinn, sem veitt eru hér á landi. Ingólfur segir þau um margt ólík öðrum verðlaunum hvað varðar þá þætti sem tekið er tillit til við val á sigurvegurum. Fyrir það fyrsta eru þau ekki fegurðarsamkeppni auglýsinga heldur er það sá mælanlegi árangur sem af auglýsingunni eða herferðinni hlýst sem skiptir máli. Við val á verðugum sigurvegurum eru dómarar keppninnar beðnir um að meta hvernig ýmsir markaðsþættir á borð við stefnumörkun, sköpunarþáttinn, birtingar og rannsóknir vinna saman. Með því að meta árangurinn af þessum þáttum og verðlauna þá er verðlaununum ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu fyrirtækja. Annað sem er sérstakt við EFFIE-verðlaunin er að fjöldi sigurvegara er ekki ljós í upphafi. Ef engin innsendinganna er talin verðskulda fyrstu verðlaun er þeim einfaldlega sleppt og einungis gefin silfur- og bronsverðlaun. Síðast þegar EFFIE-verðlaunin voru afhent hér á landi, árið 2003, unnu Framsóknarflokkurinn og Toyota á Íslandi til gullverðlauna. Framsóknarflokkurinn fyrir vel heppnaða ímyndarherferð fyrir þingkosningar það árið og Toyota fyrir auglýsingaherferðina „Ég er Yaris" sem flestir sem fylgjast með fjölmiðlum af einhverju tagi muna örugglega eftir. Í ár eru verðlaunin veitt öðru sinni og er stefnt að því að framvegis verði þau veitt á tveggja ára fresti. Þær auglýsingaherferðir sem valið stendur á milli í ár eru eftirfarandi: „Íslensk sókn um allan heim" frá Avion Group og Himni og hafi, „4x4xCRV Honda" frá Bernhard og H:N Markaðssamskiptum, „Ímyndarherferð Glitnis" frá Glitni og Hvíta húsinu, „Það er gott að eldast" frá Happdrætti DAS og Íslensku auglýsingastofunni, „Takk" frá Happdrætti SÍBS og H:N Markaðssamskiptum, „Lýður Oddsson" frá Íslenskri getspá og ENNEMM, „Gulu síðurnar" frá Já og ENNEMM, „Nám er lífsstíll" frá KB banka og ENNEMM, „Það hefur aldrei verið auðveldara að gefa" frá Netbankanum og Himni og hafi, „Ævintýraeyjan Ísland" frá Olís og Himni og hafi, „Aygo" frá Toyota á Íslandi og Íslensku auglýsingastofunni, „Láttu Póstinn sjá um allan pakkann" frá Póstinum og Íslensku auglýsingastofunni, „Sama hver staðan er - þú getur alltaf hringt kollekt" frá Símanum og ENNEMM, „Sérstök börn til betra lífs" frá Sjónarhóli og Íslensku auglýsingastofunni, „Átak 2004" frá Sorpu og H:N Markaðssamskiptum, „Ekki bara spari að spara" frá SPRON verðbréfum og Himni og hafi og „Ef þú ert tryggður - þá færðu það bætt" frá TM og Íslensku auglýsingastofunni.
Auglýsinga- og markaðsmál Héðan og þaðan Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira