Varnargarður angrar siglfirska fjölskyldu 20. nóvember 2006 06:30 Lekinn sem hættir ekki. Fjölskyldan á Hólavegi 19 var nýbúin að leggja nýtt parkett þegar vatnsleki kom í ljós á ný. „Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu." Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
„Við töldum og teljum enn að þessi leki sé vegna framkvæmda við snjóflóðavarnargarðinn," segir Þorsteinn B. Bjarnason, íbúi á Siglufirði, sem berst við endurtekinn vatnsleka í húsi sínu sem stendur aðeins fáeina metra frá fæti nýbyggðs varnargarðs í hlíðinni fyrir ofan. Þorsteinn, kona hans og tvö börn, fjögurra og sjö ára, hafa nú í tvö ár öll sofið í einu herbergi á efri hæð húss síns á Hólavegi þar ekki er hægt að dvelja í svefnherbergjum í kjallara vegna vatnsleka hófst í september 2004. Þorsteinn segir fjölskylduna þess utan hafa verið í stórhættu á tímabili vegna grjótflugs úr garðinum. Bæjarsjóður samþykkti að kosta drenskurð við hús Þorsteins sem var grafinn í sumarlok í fyrra. Þorsteinn segir að þá hafi tekið fyrir lekann. Í maí á þessu ári fékk fjölskyldan 272 þúsund króna bætur vegna skemmda á gólfefnum og skápum. Nú í ágúst var lokið við að leggja nýtt parkett í kjallaranum og stefndi í að fjölskyldan gæti hafið eðlilegt líf. „Við vorum reiðubúin að flytja niður aftur úr þessu eina herbergi sem við höfum sofið í öll fjögur en tókum þá eftir því að í einu horninu var rakabóla og mygla. Ég reif upp hluta af parkettinu og þá kom í ljós að það er byrjað að seytla inn aftur í einu horninu," lýsir Þorsteinn. Fjölskyldan á Hólavegi hefur nú óskað eftir því við bæjaryfirvöld og Ofanflóðasjóð að málið verði leyst í eitt skipti fyrir öll. Bæjarstjórnin hefur ákveðið að kalla til hlutlausan aðila til að meta hvort ábyrgðin á tjóninu hvíli í raun á yfirvöldum. Í huga Þorsteins er hins vegar enginn vafi. „Þetta er ættaróðalið. Ég er fæddur hér. Það hefur aldrei verið leki í þessu húsi fyrr," segir hann. Þorsteinn segir kröfu sína einfaldlega þá að málið verði klárað. „Sé ekki hægt að gera við þetta þá förum við fram á að okkur verði hjálpað, eða útvegað jafnvel nýtt húsnæði. Við erum bara orðin mjög þreytt á þessu," segir Þorsteinn sem tekur þó fram að í raun sé snjóflóðavarnargarðurinn ágætur - fyrir utan staðsetninguna: „Garðurinn er góð vörn svo fremi sem hann skapar okkur ekki meiri hættu og framkvæmdirnar sjálfar flæmi okkur ekki úr húsinu. Það er svolítið kaldhæðnislegt að það er búið að verja okkur frá fjallinu en ekki frá sjálfu sköpunarverkinu."
Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira