Vandræði í borginni vegna snjóþyngsla 20. nóvember 2006 07:00 Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær. Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Alls 52 björgunarsveitarmenn sinntu um 200 verkefnum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudagsins og í gærdag. Mikil snjóþyngsli voru á götum borgarinnar. Langflest útköllin voru vegna þess að fólk hafði fest bíla sína í snjónum, en björgunarsveitarmennirnir aðstoðuðu einnig starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem gekk erfiðlega að komast til vinnu sinnar í gærmorgun. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, voru fyrstu útköllin um klukkan fimm um nóttina og um fjórum tímum síðar höfðu björgunarveitarmenn sinnt rúmlega 120 verkefnum. Björgunarsveitirnar héldu áfram að sinna útköllum fram eftir degi, þótt færð hafi skánað þegar líða tók á daginn. Björgunarsveitarmennirnir luku störfum sínum um klukkan hálffimm í gærdag. Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að snjókoman sem gekk yfir Faxaflóasvæðið í fyrrinótt hafi byrjað um klukkan tvö um nóttina í Reykjavík en verið gengin yfir um klukkan sjö. Snjókoman náði ekki mikið austar en að Hveragerði. Kristín segir að snjókomubakki hafi gengið hægt yfir svæðið frá Snæfellsnesi til Reykjaness og það hafi snjóað mjög mikið úr honum á skömmum tíma. Um hádegisbilið var snjókomubakkinn genginn endanlega yfir Suðurnesin og færðist út á miðin vestur af landinu að sögn Kristínar. Vegna snjókomunnar átti fólk sem var statt í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins erfitt með að komast heim til sín því fáir leigubílar voru á ferli vegna ófærðarinnar. Um klukkan fimm brá lögreglan í Reykjavík á það ráð að kalla eftir aðstoð Strætós bs., svo fólk sem var í leigubílaröðinni í Lækjargötu þyrfti ekki að bíða eftir leigubílum úti í snjókomunni. Fljótlega áttaði lögreglan sig á því að ekki væru nægilega margir leigubílar í miðbænum til að koma öllu fólkinu til síns heima, og voru um 150 einstaklingar keyrðir heim í þremur strætisvögnum. Um klukkan níu í gærmorgun var lokið við að ferja fólkið heim. Gærdagurinn var erilssamur hjá lögreglunni í Reykjavík því tilkynnt var um 26 umferðar-óhöpp. Mikil ófærð var víða í borginni, sérstaklega í úthverfum og í íbúðargötum; margir bílar sátu til dæmis fastir í snjónum á Víkurvegi í Grafarvogi eftir hádegi í gær.
Innlent Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira