

Afa vill aðgerðir
Bentu samtökin á, að ríkið hefði tekið nær 3 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra og notað í rekstur. Þessi fjárhæð, 1,3 milljarðar, er því aðeins brot þeirrar fjárhæðar.
AFA-samtökin krefjast þess, að 3 milljörðunum verði skilað að fullu.
Samtökin sögðu á blaðamannafundinum, að algert ófremdarástand ríkti í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Biðlistar væru langir eftir rými og margir aldraðir þyrftu að vera í hverju herbergi. Í Danmörku þekkist ekki, að fleiri en einn sé í herbergi. Ísland er mörgum áratugum á eftir Danmörku í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Afa-samtökin krefjast þess, að aðgerðir til úrbóta verði gerðar strax en ekki eftir mörg ár eins og stjórnvöld boða.
Afa-samtökin hafa m.a. sagt, að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess að ákveða þær aðgerðir sem hún hafi boðað í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra.
Heilbrigðisráðherra, Sif Friðleifsdóttir, segir, að um misskilning sé að ræða hjá Afa- samtökunum. Aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við samkomulag ríkisins og Landssambands eldri borgara frá í sumar. Hér gæti verið um misskilning að ræða hjá ráðherranum. Landssamband eldri borgara hefur ekkert umboð til þess að semja fyrir hönd allra eldri borgara um málefni þeirra. Samkomulagið eða yfirlýsingin frá í sumar hefur lítið gildi. Fulltrúar Landssambandsins voru þvingaðir með hótunum til þess að skrifa undir það. Landssambandið telur þar aðeins um fyrsta skref að ræða á langri braut og hefur þegar samþykkt nýjar kröfur á hendur ríkinu.
Tekið skal undir kröfur Afa-samtakanna. Það verður að gera aðgerðir strax. Það dugar ekkert margra ára „plan".
Skoðun

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar