Starfsmenn telja uppsagnir ólöglegar 19. nóvember 2006 08:45 Flugumferðarstjórar og aðrir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið á sér lög. Stjórnvöld eru því ósammála. MYND/Heiða Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins. Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Margir starfsmenn Flugmálastjórnar telja að brotin hafi verið lög um réttindi starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja frá 2002 þegar þeim var sagt upp störfum vegna breytingar stofnunarinnar í opinbert hlutafélag. Flugmálastjóri segir að ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin sameiginlega af Flugmálastjórn og samgöngu- og fjármálaráðuneyti. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir að samkvæmt lögum um aðilaskipti sé einfaldlega bannað að segja starfsmönnum upp, þeir eigi að færast til nýja fyrirtækisins og við það séu starfsmenn mjög ósáttir. „Ástæðan fyrir uppsögninni er annaðhvort klúður hjá ríkinu eða verið er að rjúfa ráðningarsambandið til að Flugstoðir þurfi ekki að standa skil á þeim réttindum og skyldum sem eru skilgreind í ráðningarsamningum starfsmanna sem eru ekki lengur til staðar." Þorgeir Pálsson flugmálastjóri þekkir til þeirra efasemda að uppsagnirnar samrýmist lögum um aðilaskipti en segir það ekki túlkun stjórnvalda. „Yfir málið fóru nánast allir sem þekkja til þessara mála hjá okkur og ráðuneytunum og það var full samstaða um að rétt væri að standa að þessu með þessum hætti. Með uppsagnarbréfi var öllum boðið sama starf á sömu kjörum hjá Flugstoðum." Þorgeir segir einnig að ríkisstarfsmenn eigi biðlaunarétt og hann verði ekki virkur nema starf sé lagt niður eða starfsmanni sagt upp. „Þetta var því hugsað meðal annars til hagsbóta fyrir þá sem vildu nýta sér biðlaunarétt sinn." Loftur minnir á að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um stofnun Flugstoða ohf. að engum starfsmanni Flugmálastjórnar yrði sagt upp störfum og vitnaði þar í lögin um aðilaskipti. „Hann sagði líka í Sjónvarpinu í gær að eftir 1. janúar hafi flugumferðarstjórar ekki atvinnutækifæri hjá öðrum en Flugstoðum. Í Evrópu vantar á þriðja þúsund flugumferðarstjóra svo þeir sem vinna á Íslandi gætu fengið vinnu annars staðar á morgun. Ég þekki til flugumferðarstjóra sem fengið hafa störf í Noregi á næsta ári og að aðrir hyggjast nýta sér biðlaunarétt sinn og hætta um áramótin." Loftur segir marga kollega sína vilja vinna fyrir Flugstoðir en þeir muni ekki þiggja það eins og ölmusu. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson í gær vegna málsins.
Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira