Klofningi spáð í Framsókn 19. nóvember 2006 08:00 „Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“ Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Ég tel ekki sjálfgefið að Kristinn taki sæti á listanum“, segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Birgi þykir einnig sýnt að klofningur sé hjá flokknum í kjördæminu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörsins en Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, hafnaði í þriðja sætið. Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. „Þó að Kristinn H. Gunnarsson detti út þá fær hann samt það stóran hluta atkvæða að ekki er hægt að túlka úrslitin öðruvísi en að flokkurinn sé klofinn. Kristinn stendur fyrir gagnrýnin sjónarmið á stefnu flokksins og komið er upp ákveðið vandamál hjá flokknum í kjördæminu“, segir Birgir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Kristin hafa verið fulltrúa hins almenna flokksmanns sem hefur ekki verið hrifinn af stefnu flokksforystunnar og það komi á óvart að hann njóti ekki meira fylgis. „Ég er líka sannfærður um að flokksforystunni er létt, því Kristinn hefur verið þingflokknum mjög erfiður. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að tekist sé á í prófkjörinu.“ Um þýðingu úrslitana fyrir alþingiskosningarnar í vor segir Baldur: „Vestfirðingar eru þekktir fyrir að fara í sérframboð ef þeim líkar ekki val á lista. Það er óvíst hvort Kristinn kæmist inn á þing en það gæti stórskaðað flokkinn í kjördæminu ef hann færi í sérframboð.“ Birgir Guðmundsson segir kunna að vera að aðrir frambjóðendur í prófkjörinu hafi sammælst gegn Kristni. „Flokkurinn þarf að finna leið til að friða þennan arm sem stendur með Kristni, það er nauðsynlegt til að halda fylginu í kjördæminu.“ Birgir segir blikur á lofti. „Ég held að þetta eigi eftir að spilla fyrir flokknum og þetta kemur á erfiðum tíma.“
Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira