Mikil steranotkun í fitness-keppnum 18. nóvember 2006 09:30 Þórólfur Þórlindsson prófessor. Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en íþróttaiðkun. MYND/Anton Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar. Innlent Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar.
Innlent Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira