Dagsbrún lýkur störfum 18. nóvember 2006 07:00 Dagsbrún skipt upp í 365 og teymi Ari Edwald, forstjóri 365, ræðir við Þórdísi J. Sigurðardóttur, fyrrum stjórnarformann Dagsbrúnar og núverandi stjórnarformann Teymis. Á milli þeirra eru Matthías Páll Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express og stjórnarmaður í Teymi, og Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365. MYND/GVA Félaginu verður skipt upp í tvö skráð rekstrarfélög, 365 á sviði fjölmiðla og afþreyingar en Teymi á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður 365 en Þórdís Sigurðardóttir fer fyrir stjórn Teymis. Hluthafar í Dagsbrún samþykktu í gær að skipta félaginu upp í tvö rekstrarfélög; annars vegar fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. og hins vegar upplýsingatækni- og fjarskiptafélagið Teymi. Verða bæði félögin skráð í Kauphöll Íslands næstkomandi mánudag og fá hluthafar Dagsbrúnar hlutabréf í hvoru félagi. Við skiptinguna er fjölmiðlahlutinn metinn á 55 prósent af heildarvirði Dagsbrúnar en fjarskiptahlutinn á 45 prósent. Ari Edwald er forstjóri 365 en Árni Pétur Jónsson stýrir Teymi. Í stjórn 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið, setjast Jón Ásgeir Jóhannesson, Árni Hauksson, Magnús Ármann, Pálmi Haraldsson og Þorsteinn M. Jónsson. Jón Ásgeir tekur við starfi stjórnarformanns. Stjórn Teymis er skipuð þeim Þórdísi J. Sigurðardóttur, fyrrum stjórnarformanni Dagsbrúnar, Guðmundi Ólasyni, Matthíasi Páli Imsland, Þorsteini M. Jónssyni og Þór Sigfússyni. Þórdís, fráfarandi stjórnarformaður, sagði á fundinum að uppstokkun Dagsbrúnar væri liður í því að efla rekstur félagsins og stjórnin teldi það farsæla niðurstöðu fyrir hluthafa og starfsmenn að eignast hluti í tveimur skráðum félögum. „Á undanförnum tveimur árum hefur verið unnið að því að styrkja bæði fjölmiðla- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar með innri og ytri vexti. Við teljum að því verki sé lokið og eftir standi tvö félög sem hvort um sig búi við sterka stöðu á markaði og eru skýr valkostur fyrir fjárfesta." Ari Edwald, forstjóri 365, segir að félagið ætli sér að selja hlut sinn í Hands og bróðurpart bréfa í breska útgáfu- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press og einbeita sér að innanlandsmarkaði. Velta 365 er áætluð tólf milljarðar króna. Lokað var fyrir viðskipti með Dagsbrún í gær vegna skiptingarinnar. Á fimmtudaginn sendi Dagsbrún frá sér neikvæða afkomuviðvörun fyrir fyrstu níu mánuði ársins og hefur 1,5 milljarða varúðarfærsla verið færð vegna eignarhlutar í Wyndeham Press. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans reikna með miklu tapi félagsins á 3. ársfjórðungi en það tapaði 1,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og hafa hlutabréf þess lækkað um 24 prósent frá ársbyrjun. Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Félaginu verður skipt upp í tvö skráð rekstrarfélög, 365 á sviði fjölmiðla og afþreyingar en Teymi á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður 365 en Þórdís Sigurðardóttir fer fyrir stjórn Teymis. Hluthafar í Dagsbrún samþykktu í gær að skipta félaginu upp í tvö rekstrarfélög; annars vegar fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. og hins vegar upplýsingatækni- og fjarskiptafélagið Teymi. Verða bæði félögin skráð í Kauphöll Íslands næstkomandi mánudag og fá hluthafar Dagsbrúnar hlutabréf í hvoru félagi. Við skiptinguna er fjölmiðlahlutinn metinn á 55 prósent af heildarvirði Dagsbrúnar en fjarskiptahlutinn á 45 prósent. Ari Edwald er forstjóri 365 en Árni Pétur Jónsson stýrir Teymi. Í stjórn 365, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið, setjast Jón Ásgeir Jóhannesson, Árni Hauksson, Magnús Ármann, Pálmi Haraldsson og Þorsteinn M. Jónsson. Jón Ásgeir tekur við starfi stjórnarformanns. Stjórn Teymis er skipuð þeim Þórdísi J. Sigurðardóttur, fyrrum stjórnarformanni Dagsbrúnar, Guðmundi Ólasyni, Matthíasi Páli Imsland, Þorsteini M. Jónssyni og Þór Sigfússyni. Þórdís, fráfarandi stjórnarformaður, sagði á fundinum að uppstokkun Dagsbrúnar væri liður í því að efla rekstur félagsins og stjórnin teldi það farsæla niðurstöðu fyrir hluthafa og starfsmenn að eignast hluti í tveimur skráðum félögum. „Á undanförnum tveimur árum hefur verið unnið að því að styrkja bæði fjölmiðla- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar með innri og ytri vexti. Við teljum að því verki sé lokið og eftir standi tvö félög sem hvort um sig búi við sterka stöðu á markaði og eru skýr valkostur fyrir fjárfesta." Ari Edwald, forstjóri 365, segir að félagið ætli sér að selja hlut sinn í Hands og bróðurpart bréfa í breska útgáfu- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press og einbeita sér að innanlandsmarkaði. Velta 365 er áætluð tólf milljarðar króna. Lokað var fyrir viðskipti með Dagsbrún í gær vegna skiptingarinnar. Á fimmtudaginn sendi Dagsbrún frá sér neikvæða afkomuviðvörun fyrir fyrstu níu mánuði ársins og hefur 1,5 milljarða varúðarfærsla verið færð vegna eignarhlutar í Wyndeham Press. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans reikna með miklu tapi félagsins á 3. ársfjórðungi en það tapaði 1,5 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og hafa hlutabréf þess lækkað um 24 prósent frá ársbyrjun.
Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira