Segir að efla þurfi ákæruvald 17. nóvember 2006 06:15 Helgi Jóhannesson Vill að ákæruvaldið verði eflt. MYND/gva Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju það viðhorf hefur komið fram í umræðuna, að dómstólarnir geti ekki tekið á stórum málum, því það eru engin merki um að svo sé. En miðað við aukningu á stórum og flóknum málum í kerfinu er augljóst að ekki eru nægir peningar, né mannafl, sem veldur því að rannsókn á þessum málum tekur alltof langan tíma. Það er algjörlega óviðunandi staða að menn þurfi að liggja undir grun árum saman, eins og dæmi eru um." Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að „dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum", væru ekki „búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu". Hann sagði það jafnframt óþolandi að menn gætu fengið misjafna málsmeðferð eftir efnahag. Vitnaði hann til Baugsmálsins í því samhengi. Arnar kallaði eftir „viðbrögðum yfirvalda þessa lands" vegna þeirrar þróunar. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir íslenska dómstóla vel ráða við stór og flókin efnahagsbrotamál. „Ég tel það fráleitt að íslenska dómskerfið ráði ekki við efnahagsbrotamál. Þvert á móti finnst mér reynslan frá hinu svokallaða Baugsmáli sýna að dómstólar ráði vel við stór og flókin mál." Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira
Helgi Jóhannesson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir augljóslega þurfa að efla starf ákæruvaldsins með mannafli og peningum en hafnar alfarið að íslenskir dómstólar geti ekki tekið á stórum málum. „Ég átta mig ekki alveg á því af hverju það viðhorf hefur komið fram í umræðuna, að dómstólarnir geti ekki tekið á stórum málum, því það eru engin merki um að svo sé. En miðað við aukningu á stórum og flóknum málum í kerfinu er augljóst að ekki eru nægir peningar, né mannafl, sem veldur því að rannsókn á þessum málum tekur alltof langan tíma. Það er algjörlega óviðunandi staða að menn þurfi að liggja undir grun árum saman, eins og dæmi eru um." Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, hélt því fram í Fréttablaðinu í gær að „dómstólar, líkt og kerfið á öllum stigum", væru ekki „búnir til þess að taka á stórum málum eins og Baugsmálinu". Hann sagði það jafnframt óþolandi að menn gætu fengið misjafna málsmeðferð eftir efnahag. Vitnaði hann til Baugsmálsins í því samhengi. Arnar kallaði eftir „viðbrögðum yfirvalda þessa lands" vegna þeirrar þróunar. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir íslenska dómstóla vel ráða við stór og flókin efnahagsbrotamál. „Ég tel það fráleitt að íslenska dómskerfið ráði ekki við efnahagsbrotamál. Þvert á móti finnst mér reynslan frá hinu svokallaða Baugsmáli sýna að dómstólar ráði vel við stór og flókin mál."
Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Sjá meira