Samið um tolla við Evrópusambandið 17. nóvember 2006 03:30 Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna. Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna.
Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira