Frá vinnu eftir grófa árás unglingspilta 17. nóvember 2006 01:30 Svæðið þar sem piltarnir réðust á manninn. Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp. Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp.
Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira