Kaupa meira í HB Granda 17. nóvember 2006 06:30 Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra. Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Kaupþing jók hlut sinn í HB Granda í 30,9 prósent í gær eftir að SJ1, dótturfélag Sjóvár, seldi bankanum rúmlega fimm prósenta hlut. Bankinn er enn þá annar stærsti hluthafinn í Granda á eftir Vogun sem fer með tæp 35 prósent. Vogun og tengdir aðilar ráða sennilega um helmingi hlutafjár í Granda en fyrir hlutnum fara þeir Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda, og Kristján Loftsson í Hvali. Miklar vangaveltur hafa verið um hvað Kaupþing ætli sér með fjárfestingu sinni í stærstu útgerð landsins, en forsvarsmenn bankans hafa ekkert tjáð sig um þetta mál. Bankinn hefur safnað bréfum í útgerðarfélaginu nær linnulaust frá vordögum árið 2005. Sumir telja að bankinn vilji selja eignir út úr Granda, til dæmis kvóta og fasteignir. Það verði varla gert nema í sátt við ráðandi hluthafa. Þá gæti söfnun bréfanna verið í þeim tilgangi að selja hlutinn til áhugasamra fjárfesta. Önnur stór útgerðarfyrirtæki komi því vart til greina þar sem aflahlutdeild Granda stendur nærri kvótaþakinu. Kristján Loftsson kvaðst hvorki hafa heyrt í Kaupþingsmönnum né vita hvaða áform þeir hefðu í huga. "Eru þeir ekki bara að kaupa hlutabréf í góðu félagi?" Í skýrslu sem greiningardeild Kaupþings birti haustið 2003 sagði meðal annars um varanlega fastafjármuni Granda: "Fasteignir félagsins voru bókfærðar á um 664 m.kr. í lok annars ársfjórðungs. Þar munar mest um Fiskiðjuverið á Norðurgarði sem og fiskimjölsverksmiðjuna í Reykjavík. Greiningardeild áætlar að töluverður munur sé á bókfærðu verði eignanna og markaðsvirði þeirra. Staðsetning vinnslunnar í Norðurgarði er að margra mati afar eftirsóknarverð ef horft er nokkur ár fram í tímann." Í reikningum Granda fyrir árið 2005 nam bókfært virði allra fasteigna félagsins um 2,3 milljörðum króna í árslok, hálfum milljarði minna en fasteignamat þeirra og 2,2 milljörðum undir brunabótamati þeirra.
Viðskipti Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira