Börn allt niður í níu ára í sjálfsvígshættu 16. nóvember 2006 06:15 barna- og unglingageðdeild Algengasti aldur þeirra sem koma á Barna- og ungingageðdeild vegna mats á sjálfsvígshættu er 13 til 17 ára. Ástæðurnar eru oftast þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem kynferðislega misnotkun og vanrækslu. Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var þá níu ára, samkvæmt upplýsingum frá BUGL. Yngsta barnið sem komið hefur á þessu ári af sömu sökum er tíu ára. Samtals komu 138 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeild BUGL á síðasta ári. Þar áttu hlut að máli 78 stelpur og 60 strákar. Af þessum 138 málum voru 70 til 80 einstaklingar sem komu vegna mats á sjálfsvígshættu. Á þessu ári hafa þegar komið 128 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeildinni. Um er að ræða 73 stelpur og 55 stráka, 60 til 70 þessara barna og unglinga hafa komið vegna mats á sjálfsvígshættu. Taka ber fram að í þessum tölum eru ekki börn sem þegar eru komin í meðferð á göngudeild BUGL og greinast í sjálfsvígshættu. Einnig ber að taka fram að algengast er að einstaklingar sem koma til mats á sjálfsvígshættu séu á aldrinum þrettán til sautján ára og mjög sjaldgæft er að níu og tíu ára börn komi á BUGL af þeirri ástæðu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL, eru helstu ástæður þessa þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem höfnun, áföll, þar með talið kynferðislega misnotkun eða vanrækslu. „Vímuefni spila sjaldan inn í hjá börnum og yngri unglingum en vega þyngra hjá eldri unglingum,“ segir hann. „Einnig geta hvatvís börn gripið til sjálfsskaðahegðunar eða jafnvel sjálfsvígstilrauna, stundum með alvarlegum afleiðingum.“ Spurður hvort börn niður í níu til tíu ára hafi þurft á meðferð að halda hjá BUGL vegna beinna hugleiðinga um sjálfsvíg segir Ólafur svo vera. „En það er þá alltaf í tengslum við undirliggjandi vanda sem ég nefni hér að framan,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að unglingar sem hafi beinlínis reynt að svipta sig lífi áður en þeir komu á Barna- og unglingageðdeild hafi oftast verið á aldrinum fjórtán til sautján ára, en í einstaka tilfellum yngri. Innlent Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Yngsta barnið sem kom á Barna- og unglingageðdeild (BUGL) á síðasta ári vegna mats á sjálfsvígshættu var þá níu ára, samkvæmt upplýsingum frá BUGL. Yngsta barnið sem komið hefur á þessu ári af sömu sökum er tíu ára. Samtals komu 138 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeild BUGL á síðasta ári. Þar áttu hlut að máli 78 stelpur og 60 strákar. Af þessum 138 málum voru 70 til 80 einstaklingar sem komu vegna mats á sjálfsvígshættu. Á þessu ári hafa þegar komið 128 ný bráðamál til afgreiðslu á göngudeildinni. Um er að ræða 73 stelpur og 55 stráka, 60 til 70 þessara barna og unglinga hafa komið vegna mats á sjálfsvígshættu. Taka ber fram að í þessum tölum eru ekki börn sem þegar eru komin í meðferð á göngudeild BUGL og greinast í sjálfsvígshættu. Einnig ber að taka fram að algengast er að einstaklingar sem koma til mats á sjálfsvígshættu séu á aldrinum þrettán til sautján ára og mjög sjaldgæft er að níu og tíu ára börn komi á BUGL af þeirri ástæðu. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlæknis á BUGL, eru helstu ástæður þessa þunglyndi og kvíði í tengslum við lífsviðburði, svo sem höfnun, áföll, þar með talið kynferðislega misnotkun eða vanrækslu. „Vímuefni spila sjaldan inn í hjá börnum og yngri unglingum en vega þyngra hjá eldri unglingum,“ segir hann. „Einnig geta hvatvís börn gripið til sjálfsskaðahegðunar eða jafnvel sjálfsvígstilrauna, stundum með alvarlegum afleiðingum.“ Spurður hvort börn niður í níu til tíu ára hafi þurft á meðferð að halda hjá BUGL vegna beinna hugleiðinga um sjálfsvíg segir Ólafur svo vera. „En það er þá alltaf í tengslum við undirliggjandi vanda sem ég nefni hér að framan,“ bætir hann við. Hann segir enn fremur að unglingar sem hafi beinlínis reynt að svipta sig lífi áður en þeir komu á Barna- og unglingageðdeild hafi oftast verið á aldrinum fjórtán til sautján ára, en í einstaka tilfellum yngri.
Innlent Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira