Þingmenn segja Björgvin ljúga 16. nóvember 2006 06:15 Björgvin G. Sigurðsson Sagði Framsókn ekki geta vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Þingmenn deildu hart í upphafi þingfundar á þriðjudag um kosningaloforð Framsóknarflokksins frá árinu 1999 um að veita milljarði til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og ásakaði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, um að slá ryki í augu kjósenda með því að segja að ekki hefði verið staðið við loforðið. Hún bætti við að teknar hefðu verið saman upplýsingar um þróun fjárframlaga til málaflokksins árið 2003 og þá hafi komið í ljós að aukningin hefði verið 1,7 milljarðar. Björgvin sagði Framsókn vera að rjúka upp korteri fyrir kosningar við að reyna að tína saman til allt sem mögulega gæti fallið undir forvarnir og meðferðarúrræði í kerfinu. Hann sagði milljarðinn hafa verið táknræna tölu um átak sem aldrei hafi orðið og að Framsókn geti ekki vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef einhver héldi öðru fram en að milljarði hefði verið varið í þennan málaflokk þá væri sá hinn sami að skrökva. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók í sama streng og sagði lygar ekki ganga á Suðurlandi þar sem mönnum væri kennt að segja sannleikann, en þeir eru báðir þingmenn kjördæmisins. „Ungir stjórnmálamenn og drengilegir menn sem lenda í þeirri ógæfu að bera ljúgvitni og fara með rangt mál eiga einfaldlega að biðjast afsökunar." Björgvin fór fram á að forseti Alþingis vítti Guðna fyrir að bera á sig ósannindi og vildi fá tækifæri til svara fyrir sig, en þingforseti varð ekki við ósk hans. Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þingmenn deildu hart í upphafi þingfundar á þriðjudag um kosningaloforð Framsóknarflokksins frá árinu 1999 um að veita milljarði til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og ásakaði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, um að slá ryki í augu kjósenda með því að segja að ekki hefði verið staðið við loforðið. Hún bætti við að teknar hefðu verið saman upplýsingar um þróun fjárframlaga til málaflokksins árið 2003 og þá hafi komið í ljós að aukningin hefði verið 1,7 milljarðar. Björgvin sagði Framsókn vera að rjúka upp korteri fyrir kosningar við að reyna að tína saman til allt sem mögulega gæti fallið undir forvarnir og meðferðarúrræði í kerfinu. Hann sagði milljarðinn hafa verið táknræna tölu um átak sem aldrei hafi orðið og að Framsókn geti ekki vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef einhver héldi öðru fram en að milljarði hefði verið varið í þennan málaflokk þá væri sá hinn sami að skrökva. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók í sama streng og sagði lygar ekki ganga á Suðurlandi þar sem mönnum væri kennt að segja sannleikann, en þeir eru báðir þingmenn kjördæmisins. „Ungir stjórnmálamenn og drengilegir menn sem lenda í þeirri ógæfu að bera ljúgvitni og fara með rangt mál eiga einfaldlega að biðjast afsökunar." Björgvin fór fram á að forseti Alþingis vítti Guðna fyrir að bera á sig ósannindi og vildi fá tækifæri til svara fyrir sig, en þingforseti varð ekki við ósk hans.
Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira