Ticket styrkist í viðskiptaferðum og skoðar fleiri yfirtökur 16. nóvember 2006 06:00 Pálmi haraldsson í fons Ticket, sænska ferðaskrifstofukeðjan, vex með kaupum á MZ Travel. MYND/Vilhelm Sænska ferðaskrifstofukeðjan Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, hefur samið um kaup á 75 prósentum hlutafjár í MZ Travel, sænskri ferðaskrifstofukeðju sem sérhæfir sig í viðskiptaferðum. Ábyrgjast seljendur að aðrir hluthafar MZ selji einnig bréf sín. Stjórnendur Ticket munu einnig vera að skoða kaup á fleiri fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu. MZ Travel hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum í sölu á ferðalögum fyrir viðskiptalífið en sala slíkra ferða er arðbærari en annarra ferðalaga. Greiðir Ticket 580 milljónir króna fyrir félagið en kaupverðið er að hluta til tengt rekstrarárangri MZ í ár og getur farið hæst í 750 milljónir króna. Velta MZ var um átta milljarðar króna í fyrra og skilaði félagið um fjörutíu milljóna króna hagnaði. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta fyrirtækjanna nemi 45-55 milljörðum króna á þessu ári og hagnaður verði um eitt prósent af veltu eða tæpur hálfur milljarður króna. Kaupin styrkja þau markmið stjórnenda Ticket að hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir (EBITDA) verði um sjö prósent af veltu innan þriggja ára. Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sænska ferðaskrifstofukeðjan Ticket, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, hefur samið um kaup á 75 prósentum hlutafjár í MZ Travel, sænskri ferðaskrifstofukeðju sem sérhæfir sig í viðskiptaferðum. Ábyrgjast seljendur að aðrir hluthafar MZ selji einnig bréf sín. Stjórnendur Ticket munu einnig vera að skoða kaup á fleiri fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu. MZ Travel hefur vaxið gríðarlega hratt á undanförnum árum í sölu á ferðalögum fyrir viðskiptalífið en sala slíkra ferða er arðbærari en annarra ferðalaga. Greiðir Ticket 580 milljónir króna fyrir félagið en kaupverðið er að hluta til tengt rekstrarárangri MZ í ár og getur farið hæst í 750 milljónir króna. Velta MZ var um átta milljarðar króna í fyrra og skilaði félagið um fjörutíu milljóna króna hagnaði. Gert er ráð fyrir að sameiginleg velta fyrirtækjanna nemi 45-55 milljörðum króna á þessu ári og hagnaður verði um eitt prósent af veltu eða tæpur hálfur milljarður króna. Kaupin styrkja þau markmið stjórnenda Ticket að hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir (EBITDA) verði um sjö prósent af veltu innan þriggja ára.
Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira