Einkarekstur og akademískt lýðræði 16. nóvember 2006 05:00 Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Í íslensku háskólaumhverfi hefur lengi verið höfð í heiðri sú regla að starfsmönnum og nemendum sem starfa í akademísku umhverfi sé gefinn kostur á að hafa áhrif á mikilsverðar ákvarðanir sem snúa að því umhverfi sem þeir starfa í. Hefur það meðal annars birst í aðkomu nemenda og starfsmanna að háskólaráðum og öðrum stofnunum sem með slíkar ákvarðanir hafa að gera, auk þess sem víðast hvar hefur verið gert ráð fyrir að kanna skuli hug nemenda og starfsmanna til rektorsefna með könnun eða kosningu sem lögð skuli til grundvallar við endanlegt val. Hefðin að baki akademísku lýðræði er ekki bundin við Ísland eins og sjá má á Bologna-ferlinu sem Ísland er aðili að ásamt 45 Evrópuríkjum og felur í sér markmið um samevrópskt háskólasamfélag. Þar er nefnt, sem eitt af 10 aðalmarkmiðum, aukin þátttaka nemenda í stjórnun æðri menntastofnana. Háskólalög sem samþykkt voru síðastliðið vor byggja einmitt að miklu leyti á markmiðum Bologna-ferlisins. Með tilkomu einkarekinna háskólastofnana virðist hins vegar sem þessi ágæta hefð sé á undanhaldi. Það stingur í augun að sjá stjórn Háskólans á Bifröst samþykkja breytingar á aðferð við val á rektor frá því að vera í góðu samræmi við akademískar lýðræðisvenjur með aðkomu nemenda og starfsmanna, yfir í að valið sé alfarið í höndum stjórnar skólans sem hvorki nemendur né starfsmenn hafi aðkomu að. Að sama skapi vakna upp spurningar um hvernig staðið verði að vali nýs rektors við Háskólann í Reykjvík nú þegar ljóst er að núverandi rektor hverfur til annarra starfa. Ljóst er í það minnsta að núverandi samþykktir skólans gera ekki ráð fyrir aðkomu nemenda eða starfsmanna að þeirri ráðningu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að menntastofnanir þjóðarinnar séu eins og kostur er óháðar ríkjandi öflum í stjórnmála- og viðskiptalífi. Þær móta og þjálfa hug næstu kynslóða þjóðarinnar og eru athvarf fræðilegrar umræðu sem þarf að geta storkað ríkjandi hugmyndum og þeim sem ráðandi eru á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Með auknum umsvifum og völdum auðvalds í íslensku samfélagi skapast sama hætta og um áratugi stafaði af áhrifum stjórnmála. Hættan á því að hagsmunir valda og peninga ráði mestu um töku mikilvægra ákvarðana. Mikilvægt er að halda æðri menntastofnunum fyrir utan hráskinnaleik valdablokka samfélagsins. Forðast ber að tákngera æðri menntastofnanir í frösum viðskiptalífsins, þeir eiga ekki við um almannaþjónustu sem má ekki stjórnast af þessum sömu frösum. Akademískt lýðræðið er ágætlega til þess fallið að slá skjaldborg um æðri menntastofnanir sem deiglu hugmynda, fræðslu og umræðna, óháða stjórnvaldi og auðvaldi. Hugmyndir einveldisins um réttmæti sérfræðingavalds fárra til ákvarðana án aðhalds fjöldans eru alveg jafn úreltar í búningi nýrra frasa og þær voru í byrjun 19. aldar. Það mun reynast Íslandi og Íslendingum happadrýgst að næstu kynslóðir mótist ekki um of af ríkjandi kreddum heldur fái svigrúm til að móta hug sinn óhindrað í óháðu umhverfi háskólanna. Haukur Logi Karlsson er formaður Bandalags íslenskra námsmanna.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar