Munur á afkomu eykst 15. nóvember 2006 06:45 þjónustukröfurnar vaxa Tekjurnar standa í stað en þjónustukröfurnar vaxa. „Litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum." Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Vaxandi munur er á afkomu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu annars vegar, frá Borgarbyggð austur í Árborg, og víðast úti á landi hins vegar, ef undan er skilið Akureyri og sveitarfélögin á Mið-Austurlandi. Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að afkomumunurinn fari margvaxandi vegna þenslunnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafi verið mikil mannfjölgun og launagreiðslur vaxið en víða úti á landi sé „í besta falli kyrrstaða". Íbúafjöldinn standi ef til vill í stað en launaútgjöldin vaxi því sama launastefna sé yfir allt landið. „Þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun í fyrrahaust þá gengu hækkanirnar yfir allt landið og sveitarfélög, sem ekki gátu borgað þetta, höfðu ekki vald á þessari þróun," segir Gunnlaugur. Bilið milli sveitarfélaganna hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur til þremur árum. Heildarafkoma sveitarfélaganna fer batnandi. Þannig hafa tekjur hækkað um rúm þrettán prósent í heildina. En verulegur munur er á stöðu sveitarfélaganna innbyrðis og fer sá munur að miklu leyti eftir landfræðilegri legu þeirra. „Á sama tíma og sveitarfélögin eiga erfiðara með að ná saman endum og tekjurnar standa í stað vaxa þjónustukröfurnar og litlu sveitarfélögin verða að reyna að standa öðrum sveitarfélögum á sporði til að halda í fólkið. Þetta er vítahringur," segir Gunnlaugur og telur að staðan versni ef ekkert verði að gert. „Þetta er alltaf spurning um tekjustofna og jöfnunarkerfi sveitarfélaga," segir hann. „Öll sveitarfélög eru með fullnýtta tekjustofna og tekjuramminn er þröngur. Tæp 20 prósent þjóðarinnar búa í sveitarfélögum þar sem fólki hefur fækkað og samdráttur er i atvinnu meðan allt er á fljúgandi siglingu annars staðar." Gunnlaugur bendir á að mikil fjölgun einkahlutafélaga hafi áhrif á afkomu sveitarfélaganna þar sem skattarnir lágmarkast. Þeir sem greiða bara skatt af fjármagnstekjum greiða til ríkisins, ekki sveitarfélaganna. Sveitarfélögin safna því annaðhvort skuldum eða draga úr viðhaldi og fresta nauðsynlegum framkvæmdum. „Sá ferill er ekki endalaus. Byggingar og götur slitna. Þetta veldur okkur áhyggjum."
Innlent Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira