Ökumaður á svörtum BMW stakk af 15. nóvember 2006 06:45 Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu. Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu.
Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira