Skúli Helgason: Hreinsum til 15. nóvember 2006 05:00 Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýjun hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suðurkjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum og konur eru í baráttusætum í fjórum kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri. Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýsingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum var hreint bann við auglýsingum frambjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbaráttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmælum vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostnaði innan hóflegra marka. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóðendur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæðisflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80-90 milljónir króna - tæplega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni. Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýsingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu. Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siðareglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þangað til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur nú lokið prófkjörum í öllum kjördæmum. Talsverð endurnýjun hefur orðið á framboðslistum, nýtt og öflugt fólk kemur til liðs við okkur í Suðurkjördæmi, Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmum og konur eru í baráttusætum í fjórum kjördæmum af fimm, þótt vissulega hefði hlutur þeirra mátt vera meiri. Mikil umræða hefur verið í Samfylkingunni um nauðsyn þess að koma böndum á þann mikla auglýsingakostnað sem fylgt hefur prófkjörum. Mikilvæg skref voru stigin í þessa átt í prófkjörum flokksins. Í öllum kjördæmum voru einhverjar takmarkanir á auglýsingakostnaði og í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum var hreint bann við auglýsingum frambjóðenda en áhersla lögð á sameiginlega kynningu í blöðum og á framboðsfundum. Þá var mælst til þess að frambjóðendur stilltu kostnaði við prófkjörsbaráttu sína í hóf. Frambjóðendur tóku þessum tilmælum vel, auglýsingabönn héldu fullkomlega þar sem þeirra naut við og áttu stóran þátt í því að halda kostnaði innan hóflegra marka. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík nam heildarkostnaður allra frambjóðendanna fimmtán um 23 milljónum króna, eða 1,5 milljónum króna á mann að meðaltali. Allir frambjóðendur þurfa að skila uppgjöri um kostnað sinn til kjörstjórnar og sumir hafa þegar birt sín uppgjör opinberlega. Það er eðlileg krafa að allir geri það. Samanburðurinn við Sjálfstæðisflokkinn er sláandi. NFS flutti þá frétt 30. október að heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík væri áætlaður 80-90 milljónir króna - tæplega fjórfalt hærri en hjá Samfylkingunni. Í Sjálfstæðisflokknum er engin krafa um upplýsingagjöf, engar reglur um takmörkun á kostnaði eða auglýsingum. Þar eru peningaöflin allsráðandi og altalað er að einstakir frambjóðendur hafi eytt vel á annan tug milljóna í sína baráttu. Allir sjá hvaða hömlur slíkt setur efnilegu fólki sem vill hasla sér völl í stjórnmálum auk þess að opna fyrir óeðlileg hagsmunatengsl við fjársterka aðila í samfélaginu. Samfylkingin hefur um árabil barist fyrir gegnsæi og upplýsingagjöf um starfsemi og fjármál stjórnmálaflokkanna, að þeir setji sér opinberar siðareglur og opni bókhald sitt svo almenningur geti treyst því að flokkarnir þjóni aðeins fólkinu í landinu. Samfylkingin mun halda þessari baráttu áfram þangað til búið verður að hreinsa til í stjórnmálunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun