Endurkoma Árna einstök í sögunni 14. nóvember 2006 06:45 MYND/GVA Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka." Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka."
Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira