Kærir kynþáttafordóma 14. nóvember 2006 07:00 Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás til lögreglunnar í Kópavogi, þar sem fimm piltar koma við sögu. Nokkrir þeirra, eða allir, réðust að honum við verslun í Kópavogi og gengu í skrokk á honum. Maðurinn, sem er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér um nokkurt skeið, kærði líkamsárásina sem slíka en jafnframt að hún hefði verið gerð á forsendum kynþáttafordóma. Maðurinn fór í verslunina 10-11 við Engihjalla á á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku til að kaupa hluti sem hann vanhagaði um. Þegar hann kom inn í verslunina voru piltarnir þar fyrir. Þeir gerðu hróp að honum og hreyttu í hann ónotum og svívirðingum sem meðal annars vörðuðu útlendingslegt útlit hans. Eftir því sem næst verður komist skipuðu þeir honum að snauta heim og viðhöfðu fleiri ummæli sem beindust að því að hann væri útlendingur og ætti að hafa sig á burt. Maðurinn fór við svo búið út úr versluninni. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist á planinu fyrir framan verslunarmiðstöðina, en maðurinn segir að piltarnir hafi ráðist að sér þar og gengið í skrokk á sér. Hann flúði aftur inn í verslunina, en þá hafði afgreiðslumaðurinn áttað sig á því að ekki væri allt með felldu og ýtt á öryggishnapp við kassann. Hnappurinn er beintengdur við lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Rannsókn lögreglunnar er vel á veg komin, en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins neita piltarnir að hafa haft uppi kynþáttafordóma og ráðist á manninn af þeim sökum. Á myndum úr öryggismyndavél í versluninni mátti sjá að maðurinn og piltarnir höfðu verið inni í versluninni en engin átök voru sjáanleg þar. Maðurinn sem kærði árásina á íslenska eiginkonu og barn hér á landi. Hann var marinn og lerkaður eftir árásina. Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira
Maður á þrítugsaldri hefur kært líkamsárás til lögreglunnar í Kópavogi, þar sem fimm piltar koma við sögu. Nokkrir þeirra, eða allir, réðust að honum við verslun í Kópavogi og gengu í skrokk á honum. Maðurinn, sem er frá Portúgal en hefur verið búsettur hér um nokkurt skeið, kærði líkamsárásina sem slíka en jafnframt að hún hefði verið gerð á forsendum kynþáttafordóma. Maðurinn fór í verslunina 10-11 við Engihjalla á á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku til að kaupa hluti sem hann vanhagaði um. Þegar hann kom inn í verslunina voru piltarnir þar fyrir. Þeir gerðu hróp að honum og hreyttu í hann ónotum og svívirðingum sem meðal annars vörðuðu útlendingslegt útlit hans. Eftir því sem næst verður komist skipuðu þeir honum að snauta heim og viðhöfðu fleiri ummæli sem beindust að því að hann væri útlendingur og ætti að hafa sig á burt. Maðurinn fór við svo búið út úr versluninni. Ekki er með öllu ljóst hvað gerðist á planinu fyrir framan verslunarmiðstöðina, en maðurinn segir að piltarnir hafi ráðist að sér þar og gengið í skrokk á sér. Hann flúði aftur inn í verslunina, en þá hafði afgreiðslumaðurinn áttað sig á því að ekki væri allt með felldu og ýtt á öryggishnapp við kassann. Hnappurinn er beintengdur við lögregluna sem kom skömmu síðar á vettvang. Rannsókn lögreglunnar er vel á veg komin, en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins neita piltarnir að hafa haft uppi kynþáttafordóma og ráðist á manninn af þeim sökum. Á myndum úr öryggismyndavél í versluninni mátti sjá að maðurinn og piltarnir höfðu verið inni í versluninni en engin átök voru sjáanleg þar. Maðurinn sem kærði árásina á íslenska eiginkonu og barn hér á landi. Hann var marinn og lerkaður eftir árásina.
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Sjá meira