Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir flugfélögin: Eru samstiga í verðhækkunum 14. nóvember 2006 06:45 Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi. Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi.
Innlent Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira