Óljóst markmið Þorsteinn Pálsson skrifar 3. nóvember 2006 06:00 Um nokkurn tíma hefur staðið til að ríkissjóður keypti eignarréttindi Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun. Nú hafa verið undirritaðir samningar þar að lútandi. Í tíð fyrri borgarstjórnarmeirihluta strönduðu samningar á andstöðu Vinstri græns. Eignarréttindi Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun eru takmörkuð að því leyti að sveitarfélögin hafa ekki sjálf ráðstöfunarrétt yfir eignarhlutanum. Hann er háður breytingum á lögum. Að ákveðnu marki var ríkisvaldið því beggja megin borðsins í þessum samningum. Andvirði eignarhluta sveitarfélaganna virðist hins vegar vera metið eins og um ótakmörkuð eignarréttindi sé að ræða er þau hafi fullan ráðstöfunarrétt yfir. Í því ljósi sýnast Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa gert afar góðan samning. Af hagsmunahóli sveitarfélaganna tveggja sýnist þetta því vera kostasala. Reykjavíkurborg hefur verið í verulegum hagsmunaárekstrum sem eignaraðili að Landsvirkjun og á sama tíma nánast einkaeigandi að Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn leysir borgina á góðum kjörum úr þeirri klemmu. Að sama skapi verður að líta svo á að hagsmunir ríkisins séu einnig betur tryggðir með því að rjúfa þessi eignatengsl. Landsvirkjun sem áður taldist opinbert fyrirtæki verður nú hreint ríkisfyrirtæki. Það ætti fremur en hitt að auðvelda ríkisvaldinu stefnumótun í orkumálum. Athygli hlýtur hins vegar að vekja að á þessu kaupstigi málsins virðist margt vera í meira lagi óljóst um markmið ríkisins með kaupunum. Með engu móti verður til að mynda sagt að stefnan í orkumálum sé skýr. Þau eru eigi að síður eitt mesta pólitíska hitamál samtímans. Á síðasta ári voru kaupáformin studd nokkuð ljósari áformum um þróun orkumálanna. Þá var rætt um sameiningu Landsvirkjunar við önnur ríkisorkufyrirtæki. Lýst var áformum um að breyta nýju fyrirtæki í hlutafélag. Loks átti að setja það á markað árið 2008 og fá að því nýja eignaraðila. Þessi stefnumörkun er nú komin ofan í skúffu. Tæplega verður sagt að ný stefnumörkun hefði átt að vera skilyrði fryrir kaupum af hálfu ríkisins. En satt best að segja hefði þó verið eðlilegt að tengja þessi tvö atriði saman. Gallinn við fyrri stefnumörkun var sá að hún byggði ekki á traustum forsendum. Eins og sakir stóðu var óraunhæft að stefna að breytingu á Landsvirkjun í hlutafélag sem skráð yrði á markaði og selt. Þar kom tvennt til: Í fyrsta lagi er enginn samkeppnismarkaður á orkusviðinu. Samkeppni er þar form að lögum án stoðar í raunveruleikanum. Í annan stað er algjörlega óraunhæft að tala um hlutafélagavæðingu og sölu á markaði án þess að slíta í sundur virkjanaréttindin og orkuframleiðsluna. Engin skynsamleg rök eru fyrir því að selja virkjanaréttindin og láta verðmyndun þeirra af hendi. Verði það á hinn bóginn gert skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli hverjir eiga orkuframleiðsluna. Fyrri markmið ríkisstjórnarinnar í þessum efnum voru þannig ófullkomin þó að þau hafi verið virðingarverð. En hitt er miklu lakara að nú hefur ríkisstjórnin stigið skref til baka. Markmið hennar nú eru í besta falli óljós. En einmitt á þessu sviði er þörf á lausnum og skýrum markmiðum. Þeirra var sárt saknað við undirritun kaupsamninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Um nokkurn tíma hefur staðið til að ríkissjóður keypti eignarréttindi Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun. Nú hafa verið undirritaðir samningar þar að lútandi. Í tíð fyrri borgarstjórnarmeirihluta strönduðu samningar á andstöðu Vinstri græns. Eignarréttindi Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun eru takmörkuð að því leyti að sveitarfélögin hafa ekki sjálf ráðstöfunarrétt yfir eignarhlutanum. Hann er háður breytingum á lögum. Að ákveðnu marki var ríkisvaldið því beggja megin borðsins í þessum samningum. Andvirði eignarhluta sveitarfélaganna virðist hins vegar vera metið eins og um ótakmörkuð eignarréttindi sé að ræða er þau hafi fullan ráðstöfunarrétt yfir. Í því ljósi sýnast Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa gert afar góðan samning. Af hagsmunahóli sveitarfélaganna tveggja sýnist þetta því vera kostasala. Reykjavíkurborg hefur verið í verulegum hagsmunaárekstrum sem eignaraðili að Landsvirkjun og á sama tíma nánast einkaeigandi að Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn leysir borgina á góðum kjörum úr þeirri klemmu. Að sama skapi verður að líta svo á að hagsmunir ríkisins séu einnig betur tryggðir með því að rjúfa þessi eignatengsl. Landsvirkjun sem áður taldist opinbert fyrirtæki verður nú hreint ríkisfyrirtæki. Það ætti fremur en hitt að auðvelda ríkisvaldinu stefnumótun í orkumálum. Athygli hlýtur hins vegar að vekja að á þessu kaupstigi málsins virðist margt vera í meira lagi óljóst um markmið ríkisins með kaupunum. Með engu móti verður til að mynda sagt að stefnan í orkumálum sé skýr. Þau eru eigi að síður eitt mesta pólitíska hitamál samtímans. Á síðasta ári voru kaupáformin studd nokkuð ljósari áformum um þróun orkumálanna. Þá var rætt um sameiningu Landsvirkjunar við önnur ríkisorkufyrirtæki. Lýst var áformum um að breyta nýju fyrirtæki í hlutafélag. Loks átti að setja það á markað árið 2008 og fá að því nýja eignaraðila. Þessi stefnumörkun er nú komin ofan í skúffu. Tæplega verður sagt að ný stefnumörkun hefði átt að vera skilyrði fryrir kaupum af hálfu ríkisins. En satt best að segja hefði þó verið eðlilegt að tengja þessi tvö atriði saman. Gallinn við fyrri stefnumörkun var sá að hún byggði ekki á traustum forsendum. Eins og sakir stóðu var óraunhæft að stefna að breytingu á Landsvirkjun í hlutafélag sem skráð yrði á markaði og selt. Þar kom tvennt til: Í fyrsta lagi er enginn samkeppnismarkaður á orkusviðinu. Samkeppni er þar form að lögum án stoðar í raunveruleikanum. Í annan stað er algjörlega óraunhæft að tala um hlutafélagavæðingu og sölu á markaði án þess að slíta í sundur virkjanaréttindin og orkuframleiðsluna. Engin skynsamleg rök eru fyrir því að selja virkjanaréttindin og láta verðmyndun þeirra af hendi. Verði það á hinn bóginn gert skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli hverjir eiga orkuframleiðsluna. Fyrri markmið ríkisstjórnarinnar í þessum efnum voru þannig ófullkomin þó að þau hafi verið virðingarverð. En hitt er miklu lakara að nú hefur ríkisstjórnin stigið skref til baka. Markmið hennar nú eru í besta falli óljós. En einmitt á þessu sviði er þörf á lausnum og skýrum markmiðum. Þeirra var sárt saknað við undirritun kaupsamninganna.