Uppteknir af Gamla testamentinu 2. nóvember 2006 05:15 Jens Kr. Guð með Eivöru Pálsdóttur „Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“ Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Margir Færeyingar eru mjög uppteknir af því sem stendur í Gamla testamentinu,“ segir Jens Kr. Guð, sem hefur oft haldið skrautskriftarnámskeið í Eyjunum auk þess að hafa mikinn áhuga á færeyskri tónlist. „Einu sinni stakk ég upp á því að hafa tíma á sunnudegi en fólk sagði mér að láta ekki nokkurn mann heyra þetta því þetta yrði skilgreint sem djöfladýrkun. Ég var líka að athuga fyrir vinkonu mína sem spáir í spil hvort áhugi væri fyrir því að fá hana þarna yfir, en mér var sagt að gleyma þeirri hugmynd alveg því þetta yrði sett í beint samband við satanisma.“ Ofbeldið sem Rasmus varð fyrir kom Jens í opna skjöldu. „Ég hef alltaf upplifað Færeyinga sem gott fólk sem er nánast að leka niður af einskærri góðmennsku. Þeir vilja allt fyrir alla gera. Þetta stangast því mjög á við þá ímynd sem maður hafði af þeim.“ Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður þekkir vel til í Færeyjum. „Fyrst þegar ég kom þarna var ég með Frjáls Palestína-barmmerki, eins og annar hver maður er með hér,“ segir hann. „Í Norræna húsinu í Þórshöfn var ég vinsamlegast beðinn um að taka merkið niður ef ég ætlaði ekki að lenda í vandræðum. Færeyingar eru víst svona miklir vinir Ísraels. Það fólk sem ég þekki er upp til hópa framsækið og opið en það er vandræðamál hvað er mikið af Gunnar í Krossinum-legu liði þarna. Gunnar er talinn vera frík hérna á Íslandi en í Færeyjum eru þeir sem eitthvað mótmæla trúarofstækinu taldir vera frík.“ Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður hefur nokkrum sinnum komið til Færeyja og síðast í október þegar hann dæmdi hljómsveitakeppni ásamt Arnari Eggert. „Maður finnur lítið fyrir trúarhitanum meðal tónlistarmanna,“ segir hann, „og ég held að þetta sé nú aðallega hjá gamla settinu. Fyrir keppnina funduðum við með tónlistarfólkinu og bentum þeim á það að það eru oft listamenn sem leiða réttindabaráttu ýmiss konar. Þeir tóku vel í þetta og bandið sem vann, Deja Vu, tileinkaði Rasmusi lagið sem þau spiluðu þegar sigurinn var í höfn. Síðan hafa verið heitar umræður um þetta á netinu og á bloggsíðum svo maður vonar bara það besta.“
Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira