Það er gott að stjórna með óttanum 2. nóvember 2006 05:00 Kannast einhver við að hafa látið þessi orð falla við sinn undirmann, eftir að hafa verið sett til forystu hjá ÍSAL-ALCAN. Þegar Ragnar Halldórsson var forstjóri, hlustaði hann á skoðanir starfsmanna á gólfinu án þess að þeir fengju mínusstig. Það mátti brosa og vera með glens. Síðustu ár hafa aðrir stjórnarhættir tekið við. Starfsmenn ganga með veggjum og þora vart að ræða saman. 9. maí 1998 lenti ég í mjög alvarlegau slysi á vinnustað mínum hjá ÍSAL og var vart hugað líf. Ég var í öndunarvél í 3 vikur og síðan 6 mánuði á sjúkrahúsinu. Eftir það var mér boðin vinna í hliðgæslu. þar sem ég hafði ekki þrek til að fara til minna fyrri stafa. Fyrirtækið lækkaði með því laun mín umtalsvert. Trúnaðarmaður reyndi ásamt aðaltrúnaðarmanni árangurslaust að sýna forstjóra fram á að samkvæmt kjarasamningi ætti ég að halda óbreyttum launum í 1 ár eftir slysið. Ég var niðurbrotinn eftir slysið, en aðför Rannveigar forstjóra að mér braut mig gersamlega niður. Rafiðnaðarsambandið hafði staðið á hliðarlínunni og vonast til þess að hægt væri að leysa málið innan fyrirtækisins, en sá hvert stefndi hjá mér og kom svo inn í málið eftir að trúnaðarmenn höfðu árangurslaust reynt í hálft ár. Fyrirtækið vildi losna við að borga slysabætur. Eftir að Rafiðnaðarsambandið hafði unnið málið fyrir mína hönd á öllum dómstigum, hefur Rannveig Rist haft horn í síðu minni, ásamt deildarstjóra Gunnari Guðlaugssyni og öryggisfulltrúa Halldóri Halldórssyni. Halldór öryggisfulltrúi var kærður fyrir einelti af undirmanni sínum. Málið fór fyrir eineltisteymi fyrirtækisins, sem ásamt ráðgjafaþjónustu í bænum leit á mál Halldórs mjög alvarlegum augum. En í skrifstofubyggingunni birtist hönd sem þaggaði málið niður. Kæranda og þolanda var síðan sagt upp störfum!! Halldór hefur ítrekað verið staðinn að ósannindum m.a. gagnvart eiginkonu minni í málaferlum mínum gagnvart fyrirtækinu. Hroki og mannvonska hefur einkennt þessa aðila í minn garð og starfsmanna sem ekki eru nægilega undirlátir og sýna viðeigandi ótta. Í lok vinnudags fimmtudaginn 5. október 2006 komu sendiboðar af skrifstofu til mín og tjáðu mér að þess væri óskað að ég hætti strax störfum hjá fyrirtækinu. Ég spurði um ástæðu og svarið var að þau væru ekki ánægð með störf mín. Engin önnur ástæða. Allan þann tíma sem ég hef unnið hjá ÍSAL hefur aldrei verið kvartað undan störfum mínum eða ástundun í vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Kannast einhver við að hafa látið þessi orð falla við sinn undirmann, eftir að hafa verið sett til forystu hjá ÍSAL-ALCAN. Þegar Ragnar Halldórsson var forstjóri, hlustaði hann á skoðanir starfsmanna á gólfinu án þess að þeir fengju mínusstig. Það mátti brosa og vera með glens. Síðustu ár hafa aðrir stjórnarhættir tekið við. Starfsmenn ganga með veggjum og þora vart að ræða saman. 9. maí 1998 lenti ég í mjög alvarlegau slysi á vinnustað mínum hjá ÍSAL og var vart hugað líf. Ég var í öndunarvél í 3 vikur og síðan 6 mánuði á sjúkrahúsinu. Eftir það var mér boðin vinna í hliðgæslu. þar sem ég hafði ekki þrek til að fara til minna fyrri stafa. Fyrirtækið lækkaði með því laun mín umtalsvert. Trúnaðarmaður reyndi ásamt aðaltrúnaðarmanni árangurslaust að sýna forstjóra fram á að samkvæmt kjarasamningi ætti ég að halda óbreyttum launum í 1 ár eftir slysið. Ég var niðurbrotinn eftir slysið, en aðför Rannveigar forstjóra að mér braut mig gersamlega niður. Rafiðnaðarsambandið hafði staðið á hliðarlínunni og vonast til þess að hægt væri að leysa málið innan fyrirtækisins, en sá hvert stefndi hjá mér og kom svo inn í málið eftir að trúnaðarmenn höfðu árangurslaust reynt í hálft ár. Fyrirtækið vildi losna við að borga slysabætur. Eftir að Rafiðnaðarsambandið hafði unnið málið fyrir mína hönd á öllum dómstigum, hefur Rannveig Rist haft horn í síðu minni, ásamt deildarstjóra Gunnari Guðlaugssyni og öryggisfulltrúa Halldóri Halldórssyni. Halldór öryggisfulltrúi var kærður fyrir einelti af undirmanni sínum. Málið fór fyrir eineltisteymi fyrirtækisins, sem ásamt ráðgjafaþjónustu í bænum leit á mál Halldórs mjög alvarlegum augum. En í skrifstofubyggingunni birtist hönd sem þaggaði málið niður. Kæranda og þolanda var síðan sagt upp störfum!! Halldór hefur ítrekað verið staðinn að ósannindum m.a. gagnvart eiginkonu minni í málaferlum mínum gagnvart fyrirtækinu. Hroki og mannvonska hefur einkennt þessa aðila í minn garð og starfsmanna sem ekki eru nægilega undirlátir og sýna viðeigandi ótta. Í lok vinnudags fimmtudaginn 5. október 2006 komu sendiboðar af skrifstofu til mín og tjáðu mér að þess væri óskað að ég hætti strax störfum hjá fyrirtækinu. Ég spurði um ástæðu og svarið var að þau væru ekki ánægð með störf mín. Engin önnur ástæða. Allan þann tíma sem ég hef unnið hjá ÍSAL hefur aldrei verið kvartað undan störfum mínum eða ástundun í vinnu.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar