Reikningurinn hinum megin 1. nóvember 2006 16:56 Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Viðskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Danirnir eru greinilega að fara á límingunum. Þessar greinar í Extra Bladet eru svo fyndnar að það stóð í mér af hlátri. Ég var næstum því dauður, því enginn á heimilinu kann neitt í skyndihjálp. Það er augljóst að þeir sem skrifa greinarnar vita ekki neitt um bisness og fjármál. Líklega eru þetta drykkfeldir miðaldra kallar sem búa í leiguíbúð með litlum svölum sem ekki er hægt að komast út á fyrir bjórkössum. Jæja kannski eru þetta fordómar og maður á ekki að gera sig sekan um það sama og þeir. Ég þekki marga ágæta Dani. Þeir eru flestir áhættufælnir og uppburðarlitlir þegar kemur að fjárfestingum. Þeir vilja vinna stuttan vinnudag og njóta lífsins. Ég hef margoft útskýrt fyrir þeim að þeir geti verið heima hjá sér allan liðlangan daginn ef þeir nenni bara að taka áhættu og vinna eins og vitleysingar í smá tíma. Ég sá í dönsku blaði um daginn að þeir ætla að gera söngleik eftir Matador-þáttunum. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, þá fjalla þeir um hnignun yfirstéttar í litlum bæ úti á landi. Einstæður faðir mætir á svæðið með aleiguna í ferðatösku og ungan son sinn sér við hlið. Honum tekst að opna litla verslun í samkeppni við verslun staðarins og þar sem hann er nútímalegri í hugsun og tilbúinn til að leggja á sig ómælt erfiði til að byggja upp fyrirtækið, þá sigrar hann auðvitað samkeppnina í versluninni. Steininn tekur þó úr þegar hann hefur komið ár sinni betur fyrir borð. Þá stofnar hann banka sem keppir við bankann á staðnum. Yfirstéttin í bænum umgengst hann auðvitað eins og að hann sé holdsveikur og fordæmir allt hans brölt. Duglausa yfirstéttin missir smátt og smátt völd sín, þar sem hún hefur glatað hæfileikanum til að taka á nokkrum hlut og stenst nýbúa bæjarins engan snúning. Kannast einhver við svipaða sögu eða svipuð viðbrögð? Ég hef ákveðið og hvet aðra íslenska kaupsýslumenn til að gefa dönskum vinum sínum og viðskiptafélögum Matador-þáttaröðina í jólagjöf. Jólin eru góður tími til að skoða hjarta sitt og horfast í augu við sjálfan sig. Sjálfur hef ég unnið vel á árinu, grætt mikið og verið góður við samferðamenn mína. Þó að maður sé gallharður og snjall, þá gleymir maður ekki að borga inn á reikninginn hinum megin, enda er maður alinn upp í guðsótta og góðum siðum. Svo er auðvitað líka hægt að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Viðskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira