Tekur fólk ekki rökum? Einar K. Guðfinnsson skrifar 30. október 2006 23:56 Hér á landi draga nánast engir í efa að veiðar á hvalategundunum langreyði og hrefnu megi stunda með sjálfbærum hætti. Við höfum upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun sem sýna þetta og Alþjóðahvalveiðiráðið hefur staðfest stofnstærðarmatið. Þetta kom skýrt fram í viðtali Fréttablaðsins sl. sunnudag við Greg Donovan formann Vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Óumdeilt er það einnig að við höfum allar heimildir til þess að þjóðarrétti að veiða þessa hvalastofna. Fyrirvarar sem við settum við inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið eru nú að fullu komnir í gildi. Sjálfsákvörðunarréttur okkur er því ótvíræður. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa þegar því er haldið fram að þessi réttur okkur skuli undirorpinn afstöðu óskilgreinds almenningsálits í ótilgreindum löndum. Það gerist þegar menn segja að vísindarökin og þjóðréttarrökin skipti engu máli og að við verðum að gefast upp fyrir mótmælum í útlöndum (- sem eru þó ekki mjög alvarleg). Slíkur málflutningur hlýtur að vekja upp spurningar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar í heimi sem byggir á lögum, reglum og stofnanafyrirkomulagi í alþjóðlegum samskiptum. Ekkert slíkt fyrirkomulag er til staðar við aðstæður þar sem viðurkennt er að réttur okkur lúti óskilgreindum og óskilgreinanlegum ákvörðunum hins hvikula almenningsálits og hugtaksins ímyndar í erlendum ríkjum. Værum við í Evrópusambandinu hefðum við þó reglur, dómstóla og lög við að styðjast. Ef við ofurseldum okkur valdi hagsmunasamtaka úti í heimi væri fullveldisréttur fljótlega aðallega orðin tóm. Þessi rök mjög margra þeirra sem tala gegn hvalveiðum (leiðarar Morgunblaðsins eru gott dæmi um þetta) eru þess vegna sorgleg. Og svo er það annað. Gagnrýnendur hvalveiða hérlendis hafa sumir hverjir sagt að þótt rétturinn sé okkar megin þá dugi engin rök á þá sem eru andvígir hvalveiðum okkar t.d. erlendis. Afstaða fólks ráðist af öðru. Getur þetta verið? Er ekki orðræðan og skoðanaskiptin einmitt kjarni lýðræðisins? Hvað gerist þegar við föllumst á að umræðan skipti engu máli? Við erum þá að segja að við getum ekki unnið málstað okkar fylgi með skoðanaskiptum og röksemdafærslum. Tvennt má um þetta segja. Annars vegar er þetta dæmi um ótrúlegan hroka, þar sem bókstaflega er verið að segja að fólk taki ekki rökum. Hins vegar er þetta ávísun á röksemdafærslu þeirra sem ekki viðurkenna grundvöll lýðræðislegs fyrirkomulags. Hætt er við að slík röksemdafærsla færi okkur fljótlega inn á háskalegri brautir en svo, að ég kæri mig einu sinni um að hugsa það til enda. Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum. Annars er stutt í að sjálfsmynd þjóðarinnar verði býsna óskýr og röksemdafærsla lýðræðisfjenda taki öll völd. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Hér á landi draga nánast engir í efa að veiðar á hvalategundunum langreyði og hrefnu megi stunda með sjálfbærum hætti. Við höfum upplýsingar frá Hafrannsóknastofnun sem sýna þetta og Alþjóðahvalveiðiráðið hefur staðfest stofnstærðarmatið. Þetta kom skýrt fram í viðtali Fréttablaðsins sl. sunnudag við Greg Donovan formann Vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Óumdeilt er það einnig að við höfum allar heimildir til þess að þjóðarrétti að veiða þessa hvalastofna. Fyrirvarar sem við settum við inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið eru nú að fullu komnir í gildi. Sjálfsákvörðunarréttur okkur er því ótvíræður. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa þegar því er haldið fram að þessi réttur okkur skuli undirorpinn afstöðu óskilgreinds almenningsálits í ótilgreindum löndum. Það gerist þegar menn segja að vísindarökin og þjóðréttarrökin skipti engu máli og að við verðum að gefast upp fyrir mótmælum í útlöndum (- sem eru þó ekki mjög alvarleg). Slíkur málflutningur hlýtur að vekja upp spurningar um stöðu okkar sem fullvalda þjóðar í heimi sem byggir á lögum, reglum og stofnanafyrirkomulagi í alþjóðlegum samskiptum. Ekkert slíkt fyrirkomulag er til staðar við aðstæður þar sem viðurkennt er að réttur okkur lúti óskilgreindum og óskilgreinanlegum ákvörðunum hins hvikula almenningsálits og hugtaksins ímyndar í erlendum ríkjum. Værum við í Evrópusambandinu hefðum við þó reglur, dómstóla og lög við að styðjast. Ef við ofurseldum okkur valdi hagsmunasamtaka úti í heimi væri fullveldisréttur fljótlega aðallega orðin tóm. Þessi rök mjög margra þeirra sem tala gegn hvalveiðum (leiðarar Morgunblaðsins eru gott dæmi um þetta) eru þess vegna sorgleg. Og svo er það annað. Gagnrýnendur hvalveiða hérlendis hafa sumir hverjir sagt að þótt rétturinn sé okkar megin þá dugi engin rök á þá sem eru andvígir hvalveiðum okkar t.d. erlendis. Afstaða fólks ráðist af öðru. Getur þetta verið? Er ekki orðræðan og skoðanaskiptin einmitt kjarni lýðræðisins? Hvað gerist þegar við föllumst á að umræðan skipti engu máli? Við erum þá að segja að við getum ekki unnið málstað okkar fylgi með skoðanaskiptum og röksemdafærslum. Tvennt má um þetta segja. Annars vegar er þetta dæmi um ótrúlegan hroka, þar sem bókstaflega er verið að segja að fólk taki ekki rökum. Hins vegar er þetta ávísun á röksemdafærslu þeirra sem ekki viðurkenna grundvöll lýðræðislegs fyrirkomulags. Hætt er við að slík röksemdafærsla færi okkur fljótlega inn á háskalegri brautir en svo, að ég kæri mig einu sinni um að hugsa það til enda. Eigum við því ekki að sameinast um að sjálfsákvörðunarrétturinn sé okkar og trúa því að fólk taki rökum. Annars er stutt í að sjálfsmynd þjóðarinnar verði býsna óskýr og röksemdafærsla lýðræðisfjenda taki öll völd. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun