Þorvaldur ekki með í Eurovision 25. október 2006 00:01 Magni söng lagið Sæmi rokk í fyrra og útilokar ekki þátttöku ef rétta lagið berst. Ríkissjónvarpið auglýsir nú eftir lögum í undankeppni Eurovision. Þekktir lagahöfundar og tónlistarmenn vega og meta hvort þeir eigi að vera með. Hinn sigursæli Eurovision-höfundur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson ætlar ekki að taka þátt í keppninni í ár en nýverið auglýsti RÚV eftir lögum fyrir undankeppni Eurovision og rennur umsóknarfresturinn út 16. nóvember. Þorvaldur lá yfir mixi fyrir nýju Todmobile-plötuna þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði lagahöfundurinn að nú væri nóg komið. "Ég hef þrisvar verið með lag auk þess að framleiða nokkur önnur, svo verður líka erfitt að toppa Silvíu Nóttar-ævintýrið," segir Þorvaldur. Eurovision-lagahöfundurinn Hallgrímur Óskarsson var ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann hygðist senda lag inn en hann samdi einmitt sigurlag Birgittu Haukdal árið 2003, Open Your Heart. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þegar nokkrir tónlistarmenn búnir að taka upp svokölluð „demo" og sagði einn heimildarmaður blaðsins að einhverjir af Airwaves-tónlistarhátíðinni hefðu tekið upp lagasmíðar sem hugsaðar væru fyrir keppnina og áhugi þeirra á Eurovision hefði kviknað eftir allt fárið í kringum Silvíu Nótt. Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Magni Ásgeirsson ætli að taka þátt í keppninni en söngvarinn vildi ekki gefa neitt upp í þeim efnum. "Þetta er nú það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana en ef mér býðst rétta lagið þá er aldrei að vita," segir Magni en hann tók þátt í undankeppninni í fyrra með lagið um Sæma rokk. Magni hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og var á leiðinni til Kanada þar sem hann spilar með Josh og Dilönu á tónleikum. Þá eru þeir í Á móti sól að klára nýja plötu og á næstu dögum verður væntanlega tilkynnt um stórtónleika með honum Dilönu, Toby, Storm og hinni frábæru húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova. Rock Star Supernova Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ríkissjónvarpið auglýsir nú eftir lögum í undankeppni Eurovision. Þekktir lagahöfundar og tónlistarmenn vega og meta hvort þeir eigi að vera með. Hinn sigursæli Eurovision-höfundur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson ætlar ekki að taka þátt í keppninni í ár en nýverið auglýsti RÚV eftir lögum fyrir undankeppni Eurovision og rennur umsóknarfresturinn út 16. nóvember. Þorvaldur lá yfir mixi fyrir nýju Todmobile-plötuna þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði lagahöfundurinn að nú væri nóg komið. "Ég hef þrisvar verið með lag auk þess að framleiða nokkur önnur, svo verður líka erfitt að toppa Silvíu Nóttar-ævintýrið," segir Þorvaldur. Eurovision-lagahöfundurinn Hallgrímur Óskarsson var ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann hygðist senda lag inn en hann samdi einmitt sigurlag Birgittu Haukdal árið 2003, Open Your Heart. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þegar nokkrir tónlistarmenn búnir að taka upp svokölluð „demo" og sagði einn heimildarmaður blaðsins að einhverjir af Airwaves-tónlistarhátíðinni hefðu tekið upp lagasmíðar sem hugsaðar væru fyrir keppnina og áhugi þeirra á Eurovision hefði kviknað eftir allt fárið í kringum Silvíu Nótt. Einhverjar sögusagnir hafa verið á kreiki um að Magni Ásgeirsson ætli að taka þátt í keppninni en söngvarinn vildi ekki gefa neitt upp í þeim efnum. "Þetta er nú það síðasta sem ég er að hugsa um þessa dagana en ef mér býðst rétta lagið þá er aldrei að vita," segir Magni en hann tók þátt í undankeppninni í fyrra með lagið um Sæma rokk. Magni hefur verið á faraldsfæti að undanförnu og var á leiðinni til Kanada þar sem hann spilar með Josh og Dilönu á tónleikum. Þá eru þeir í Á móti sól að klára nýja plötu og á næstu dögum verður væntanlega tilkynnt um stórtónleika með honum Dilönu, Toby, Storm og hinni frábæru húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova.
Rock Star Supernova Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira