Starfandi stjórnarformenn algengir hér 25. október 2006 00:01 Ásta Dís Óladóttir sem er aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, heldur í dag fyrirlestur við Háskólann um starfandi stjórnarformenn. MYND/GVA Starfandi stjórnarformaður er í 59 prósentum fyrirtækja hér á landi samkvæmt rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Hún heldur fyrirlesturinn „Er fjölgun starfandi stjórnarformanna fyrirtækjum til framdráttar?" klukkan 12.20 í stofu 101 í Odda í dag. „Mér þótti áhugavert hversu mörg fyrirtæki hafa starfandi stjórnarformenn og eru jákvæð í garð þessa," segir hún en telur skýringuna á fjölda þeirra fyrirtækja sem haga stjórn sinni þannig að stjórnarformaðurinn sé nánast í fullu starfi við fyrirtækið vera þá að mörg þeirra tæplega 700 fyrirtækja sem leitað var til í rannsókninni séu lítil og með fáa starfsmenn. Ásta Dís segir að henni þyki reyndar hugtakið „starfandi stjórnarformaður" óþarfi og að í raun ætti bara að tala um stjórnarformenn. „Við eigum enga sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki á íslensku en í útlöndum er þetta alveg skýrt," segir hún og bendir á að þar sé talað um tvískipt hlutverk stjórnarformanna. „Það er þá þegar menn sinna bæði stöðu framkvæmdastjóra eða forstjóra og starfi stjórnarformanns. Þetta er eitthvað sem er ekki algengt í stærri fyrirtækjunum hér, en í þeim minni jú. Svo er hitt sem er executive chairman og það er meira eins og við þekkjum það." Ásta Dís segir eðlilegt að í stórum fyrirtækjum á borð við Kaupþing, Samskip og fleiri slík sé stjórnarformaður sem taki virkan þátt í stefnumótun og viðskiptaþróun fyrirtækisins. Þetta segir hún sérstaklega eiga við þegar tekjur fyrirtækjanna koma að stærstum hluta erlendis frá og þá hafa stjórnarformenn félaganna oftar en ekki stjórnað útrásinni sem stendur undir tekjumyndun fyrirtækjanna. „Verkefni starfandi stjórnarformanna hér á landi felast heldur ekki í því að skuldbinda félög, heldur móta stefnu og leita tækifæra. Framkvæmd stefnunnar og úrvinnsla tækifæranna er almennt á hendi æðstu stjórnenda, í umboði stjórnar," segir hún. Spurningalisti var sendur til um 700 stjórnenda fyrirtækja hér og kom í ljós að vel ríflega helmingi þeirra finnst gott að hafa starfandi stjórnarformann, meðan tæpum fimm prósentum finnst það ómögulegt. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira
Starfandi stjórnarformaður er í 59 prósentum fyrirtækja hér á landi samkvæmt rannsókn Ástu Dísar Óladóttur, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og doktorsnema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS). Hún heldur fyrirlesturinn „Er fjölgun starfandi stjórnarformanna fyrirtækjum til framdráttar?" klukkan 12.20 í stofu 101 í Odda í dag. „Mér þótti áhugavert hversu mörg fyrirtæki hafa starfandi stjórnarformenn og eru jákvæð í garð þessa," segir hún en telur skýringuna á fjölda þeirra fyrirtækja sem haga stjórn sinni þannig að stjórnarformaðurinn sé nánast í fullu starfi við fyrirtækið vera þá að mörg þeirra tæplega 700 fyrirtækja sem leitað var til í rannsókninni séu lítil og með fáa starfsmenn. Ásta Dís segir að henni þyki reyndar hugtakið „starfandi stjórnarformaður" óþarfi og að í raun ætti bara að tala um stjórnarformenn. „Við eigum enga sérstaka skilgreiningu á þessu hugtaki á íslensku en í útlöndum er þetta alveg skýrt," segir hún og bendir á að þar sé talað um tvískipt hlutverk stjórnarformanna. „Það er þá þegar menn sinna bæði stöðu framkvæmdastjóra eða forstjóra og starfi stjórnarformanns. Þetta er eitthvað sem er ekki algengt í stærri fyrirtækjunum hér, en í þeim minni jú. Svo er hitt sem er executive chairman og það er meira eins og við þekkjum það." Ásta Dís segir eðlilegt að í stórum fyrirtækjum á borð við Kaupþing, Samskip og fleiri slík sé stjórnarformaður sem taki virkan þátt í stefnumótun og viðskiptaþróun fyrirtækisins. Þetta segir hún sérstaklega eiga við þegar tekjur fyrirtækjanna koma að stærstum hluta erlendis frá og þá hafa stjórnarformenn félaganna oftar en ekki stjórnað útrásinni sem stendur undir tekjumyndun fyrirtækjanna. „Verkefni starfandi stjórnarformanna hér á landi felast heldur ekki í því að skuldbinda félög, heldur móta stefnu og leita tækifæra. Framkvæmd stefnunnar og úrvinnsla tækifæranna er almennt á hendi æðstu stjórnenda, í umboði stjórnar," segir hún. Spurningalisti var sendur til um 700 stjórnenda fyrirtækja hér og kom í ljós að vel ríflega helmingi þeirra finnst gott að hafa starfandi stjórnarformann, meðan tæpum fimm prósentum finnst það ómögulegt.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Sjá meira