Ómarktækur umhverfisráðherra 23. október 2006 06:00 Yfirlýsingar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í fjölmiðlum, vegna þess að Íslendingar hefja nú atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eru fádæma klaufalegar og lýsa botnlausri hræsni. Það er fyrir neðan allar hellur að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli láta svona lagað frá sér fara rétt eftir að heimsbyggðinni hefur verið tilkynnt að einhugur ríki í sömu ríkisstjórn um að hefja atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eftir um tuttugu ára hlé. Ráðherrann kemur hér í bakið á ríkisstjórninni og öllum þeim sem vilja hefja hvalveiðar á nýjan leik. Þannig opnar hún óþarfa tækifæri fyrir andstæðinga hvalveiða og grefur undan þjóðarhagsmunum og góðum málstað Íslands út á við. Ráðherrann virðist ekki hafa þorað að skýra frá efasemdum sínum við ríkisstjórnina þegar málið var rætt þar og ákvörðun tekin. Ráðherrann lét sig svo vanta á Alþingi þegar umræður um ummæli hennar fóru fram í upphafi þingfundar í liðinni viku, þrátt fyrir að hafa verið látin vita af því hvað til stæði með góðum fyrirvara. Hér fer ráðherra sem þykist vilja tala um ímynd Íslands í umhverfismálum, en gerir það helst ekki nema á eintali við fréttamenn. Þessi sami ráðherra greiddi virkjanaframkvæmdum á Austurlandi atkvæði sitt þegjandi og möglunarlaust þann 8. apríl árið 2002, og hefur aldrei síðan að ég best veit gagnrýnt þær framkvæmdir. Þarna var farið út í mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar. Óafturkræfar framkvæmdir sem vakið hafa heimsathygli og sætt mikilli gagnrýni og deilum sem klofið hafa þjóðina. Nú kýs þessi ráðherra og alþingismaður að reyna að slá sig til riddara með því að ráðast á hvalveiðarnar og segir í viðtali við RÚV að hún telji að þetta geti skaðað ímynd Íslands út á við í alþjóðasamfélaginu, ímynd okkar í umhverfislegu tilliti. Heyr á endemi! Hvað segir frúin þá um framkvæmdirnar sem hún studdi við Kárahnjúka? Hvalveiðarnar eru sjálfbær og mjög varfærnisleg nýting úr endurnýjanlegum dýrastofnum, og skaða ekki náttúruna á neinn hátt. Þær eru ekki óafturkræf náttúruspjöll eins og virkjanaframkvæmdirnar sem Jónína Bjartmarz og félagar hennar í Framsókn eru svo hrifin af. Nei, Jónína Bjartmarz ætti að segja af sér sem ráðherra fyrst hún er svona óánægð með fullkomlega löglega ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Um leið ætti hún að harma framkvæmdirnar við Kárahnjúka og biðja þjóðina fyrirgefningar fyrir að hafa gefið samþykki sitt fyrir þeim sem fulltrúi á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fyrr en þetta gerist, þá tek ég ekkert mark á henni varðandi afstöðu hennar til hvalveiða. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra í fjölmiðlum, vegna þess að Íslendingar hefja nú atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eru fádæma klaufalegar og lýsa botnlausri hræsni. Það er fyrir neðan allar hellur að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli láta svona lagað frá sér fara rétt eftir að heimsbyggðinni hefur verið tilkynnt að einhugur ríki í sömu ríkisstjórn um að hefja atvinnuhvalveiðar á nýjan leik eftir um tuttugu ára hlé. Ráðherrann kemur hér í bakið á ríkisstjórninni og öllum þeim sem vilja hefja hvalveiðar á nýjan leik. Þannig opnar hún óþarfa tækifæri fyrir andstæðinga hvalveiða og grefur undan þjóðarhagsmunum og góðum málstað Íslands út á við. Ráðherrann virðist ekki hafa þorað að skýra frá efasemdum sínum við ríkisstjórnina þegar málið var rætt þar og ákvörðun tekin. Ráðherrann lét sig svo vanta á Alþingi þegar umræður um ummæli hennar fóru fram í upphafi þingfundar í liðinni viku, þrátt fyrir að hafa verið látin vita af því hvað til stæði með góðum fyrirvara. Hér fer ráðherra sem þykist vilja tala um ímynd Íslands í umhverfismálum, en gerir það helst ekki nema á eintali við fréttamenn. Þessi sami ráðherra greiddi virkjanaframkvæmdum á Austurlandi atkvæði sitt þegjandi og möglunarlaust þann 8. apríl árið 2002, og hefur aldrei síðan að ég best veit gagnrýnt þær framkvæmdir. Þarna var farið út í mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar. Óafturkræfar framkvæmdir sem vakið hafa heimsathygli og sætt mikilli gagnrýni og deilum sem klofið hafa þjóðina. Nú kýs þessi ráðherra og alþingismaður að reyna að slá sig til riddara með því að ráðast á hvalveiðarnar og segir í viðtali við RÚV að hún telji að þetta geti skaðað ímynd Íslands út á við í alþjóðasamfélaginu, ímynd okkar í umhverfislegu tilliti. Heyr á endemi! Hvað segir frúin þá um framkvæmdirnar sem hún studdi við Kárahnjúka? Hvalveiðarnar eru sjálfbær og mjög varfærnisleg nýting úr endurnýjanlegum dýrastofnum, og skaða ekki náttúruna á neinn hátt. Þær eru ekki óafturkræf náttúruspjöll eins og virkjanaframkvæmdirnar sem Jónína Bjartmarz og félagar hennar í Framsókn eru svo hrifin af. Nei, Jónína Bjartmarz ætti að segja af sér sem ráðherra fyrst hún er svona óánægð með fullkomlega löglega ákvörðun ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Um leið ætti hún að harma framkvæmdirnar við Kárahnjúka og biðja þjóðina fyrirgefningar fyrir að hafa gefið samþykki sitt fyrir þeim sem fulltrúi á löggjafarþingi þjóðarinnar. Fyrr en þetta gerist, þá tek ég ekkert mark á henni varðandi afstöðu hennar til hvalveiða. Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar