Yfirgnæfandi líkur á að demókratar muni sigra 23. október 2006 06:00 Dr. Michael T. Corgan Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér. Innlent Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér.
Innlent Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira