Spá því að miðjubaráttan ráði úrslitum 22. október 2006 12:30 paul scholes Mun leika sinn fimmhundruðasta leik fyrir United í dag. MYND/nordicphotos/getty images „Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal. Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
„Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal.
Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira