Hjörleifur fjaðralaus ósannindamaður 20. október 2006 05:00 Okkur öllum sem er annt um náttúru Íslands ofbýður það þegar einstaklingar sem kenna sig við náttúruvernd nota rakalaus ósannindi í meintri baráttu sinni fyrir náttúruvernd. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra ,heldur því fram fullum fetum í grein í Fréttablaðinu, „Ný skrautfjöður í stefnu Samfylkingarinnar", að ég hafi verið búsettur í Hafnarfirði þann tíma sem ég gegndi störfum sem bæjarstjóri á Seyðisfirði. Maður hlýtur að efast um dómgreind manns sem heldur fram jafn auðhrekjanlegum ósannindum enda þarf ekki annað en að fletta upp íbúaskrá Seyðisfjarðar síðustu fjögur árin til að sjá að hér fer ráðherrann fyrrverandi með helbera lygi. Hann ætti að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar. Varðandi virkjun Fjarðarár geta menn að sjálfsögu haft sínar skoðanir á þeirri framkvæmd og hvernig að henni var staðið. Framkvæmdin var mjög vel auglýst og kynnt á öllum stigum málsins. Ekki einn einasti íbúi á Seyðisfirði sá ástæðu til að gera athugasemdir við fyrirhugaða virkjun meðan umsagnarfrestur um skipulagið stóð yfir. Og ekki Hjörleifur heldur. Hins vegar kærði hann úrskurð Skipulagsstofnunar þegar fyrir lá að hún samþykkti framkvæmdina. Eins og fyrri daginn kaus hann kærumeðferðina frekar en að taka þátt í efnislegum umræðum um fyrirhugaða framkvæmd meðan hún var til umfjöllunar og kynningar. Það er einnig alrangt hjá Hjörleifi að um eitthvert leynimakk hafi verið að ræða varðandi samningagerðina við Íslenska Orkuvirkjun. Í bæjarstjóratíð minni á Seyðisfirði lágu öll gögn opin fyrir sem lutu að samningum við fyrirtækið. Að vísu var bæjarstjórn kærð til Úrskurðanefndar upplýsingamála fyrir að liggja á gögnum sem liggja ættu fyrir. En nefndin hafnaði þeirri ákæru algjörlega og vísaði henni til föðurhúsanna. Það sem virðist öðru fremur pirra Hjörleif er að ekki þótti ástæða til að fara með framkvæmdina í formlegt umhverfismat vegna smæðar hennar. Hins vegar á hann að vita mæta vel að áður en ákvörðun var tekin voru gerðar margvíslegar athuganir á lífríki og náttúrufari svæðisins. Umsögn allra fagaðila var á eina lund. Ekki væri verið að fórna neinum markverðum náttúruverðmætum. Fjarðaráin mun renna áfram eins og hún hefur gert um ómunatíð. Að vísu mun rennsli hennar óhjákvæmilega verða jafnara. Verstu flóð í henni munu væntanlega heyra sögunni til, en þeim hafa fylgt flóð í kjallara húsa við Fjarðarána og Lónið, fólki til armæðu og tjóns. Eins munu Seyðfirðingar losna við þurrð árinnar á frosta- og þurrkatímum sem hefur verið til vandræða og stundum valdið vatnsleysi í bænum. Stundum mætti halda að öfgafyllstu „náttúruverndarsinnar" væru á móti rafmagni. Það er sama hvort menn eru að virkja lítið og sætt með hverfandi röskun umhverfisins eða hvort stórvirkjanir eru á ferð. Ávallt skulu þeir vera á móti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um einstakar virkjanir. En staðreyndin er sú að enginn íbúi á Seyðisfirði hreyfði mótmælum við virkjuninni á forsendum náttúruverndar. Ekki eru þó allir Seyðfirðingar náttúrusóðar eins og ætla mætti af málflutningi ráðherrans fyrrverandi. Eitt er þó rétt í grein Hjörleifs. Í þessu máli voru þau Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðaráðherra, og hann, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sammála um að æskilegt væri að framkvæmdin færi í formlegt umhverfismat. Ekki vegna þess að fyrir því lægju efnislegar forsendur eins og fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Ætli það hafi ekki ráðið nokkru um afstöðu iðnaðarráðuneytisins að framkvæmdin var ekki á vegum Landsvirkjunar og hvorki að frumkvæði né á forræði ráðuneytisins. Allir sem til þekkja vita að nýting vatnsorkunnar í Fjarðará er takmörkuð við þau umhverfissjónarmið sem voru lögð til grundvallar. Áin hefði forgang til vatnsins og pípur allar lagðar í jörðu. Að baki lágu áratugalangar mælingar á vatnsrennsli árinnar og fjöldi ljósmynda sem sýndu útlit fossanna við mismikið rennsli. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggilegan vegna þess að hann sé að sunnan. En að halda því fram að ég hafi búið mína bæjarstjóratíð í Hafnarfirði er rakalaus lygi sem ber vott um virðingarleysi fyrir sannleikanum og er til þess eins fallið að kasta rýrð á alla sem kenna sig við náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur öllum sem er annt um náttúru Íslands ofbýður það þegar einstaklingar sem kenna sig við náttúruvernd nota rakalaus ósannindi í meintri baráttu sinni fyrir náttúruvernd. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra ,heldur því fram fullum fetum í grein í Fréttablaðinu, „Ný skrautfjöður í stefnu Samfylkingarinnar", að ég hafi verið búsettur í Hafnarfirði þann tíma sem ég gegndi störfum sem bæjarstjóri á Seyðisfirði. Maður hlýtur að efast um dómgreind manns sem heldur fram jafn auðhrekjanlegum ósannindum enda þarf ekki annað en að fletta upp íbúaskrá Seyðisfjarðar síðustu fjögur árin til að sjá að hér fer ráðherrann fyrrverandi með helbera lygi. Hann ætti að skammast sín og biðjast opinberlega afsökunar. Varðandi virkjun Fjarðarár geta menn að sjálfsögu haft sínar skoðanir á þeirri framkvæmd og hvernig að henni var staðið. Framkvæmdin var mjög vel auglýst og kynnt á öllum stigum málsins. Ekki einn einasti íbúi á Seyðisfirði sá ástæðu til að gera athugasemdir við fyrirhugaða virkjun meðan umsagnarfrestur um skipulagið stóð yfir. Og ekki Hjörleifur heldur. Hins vegar kærði hann úrskurð Skipulagsstofnunar þegar fyrir lá að hún samþykkti framkvæmdina. Eins og fyrri daginn kaus hann kærumeðferðina frekar en að taka þátt í efnislegum umræðum um fyrirhugaða framkvæmd meðan hún var til umfjöllunar og kynningar. Það er einnig alrangt hjá Hjörleifi að um eitthvert leynimakk hafi verið að ræða varðandi samningagerðina við Íslenska Orkuvirkjun. Í bæjarstjóratíð minni á Seyðisfirði lágu öll gögn opin fyrir sem lutu að samningum við fyrirtækið. Að vísu var bæjarstjórn kærð til Úrskurðanefndar upplýsingamála fyrir að liggja á gögnum sem liggja ættu fyrir. En nefndin hafnaði þeirri ákæru algjörlega og vísaði henni til föðurhúsanna. Það sem virðist öðru fremur pirra Hjörleif er að ekki þótti ástæða til að fara með framkvæmdina í formlegt umhverfismat vegna smæðar hennar. Hins vegar á hann að vita mæta vel að áður en ákvörðun var tekin voru gerðar margvíslegar athuganir á lífríki og náttúrufari svæðisins. Umsögn allra fagaðila var á eina lund. Ekki væri verið að fórna neinum markverðum náttúruverðmætum. Fjarðaráin mun renna áfram eins og hún hefur gert um ómunatíð. Að vísu mun rennsli hennar óhjákvæmilega verða jafnara. Verstu flóð í henni munu væntanlega heyra sögunni til, en þeim hafa fylgt flóð í kjallara húsa við Fjarðarána og Lónið, fólki til armæðu og tjóns. Eins munu Seyðfirðingar losna við þurrð árinnar á frosta- og þurrkatímum sem hefur verið til vandræða og stundum valdið vatnsleysi í bænum. Stundum mætti halda að öfgafyllstu „náttúruverndarsinnar" væru á móti rafmagni. Það er sama hvort menn eru að virkja lítið og sætt með hverfandi röskun umhverfisins eða hvort stórvirkjanir eru á ferð. Ávallt skulu þeir vera á móti. Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um einstakar virkjanir. En staðreyndin er sú að enginn íbúi á Seyðisfirði hreyfði mótmælum við virkjuninni á forsendum náttúruverndar. Ekki eru þó allir Seyðfirðingar náttúrusóðar eins og ætla mætti af málflutningi ráðherrans fyrrverandi. Eitt er þó rétt í grein Hjörleifs. Í þessu máli voru þau Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðaráðherra, og hann, fyrrverandi iðnaðarráðherra, sammála um að æskilegt væri að framkvæmdin færi í formlegt umhverfismat. Ekki vegna þess að fyrir því lægju efnislegar forsendur eins og fram kemur í úrskurði Skipulagsstofnunar. Ætli það hafi ekki ráðið nokkru um afstöðu iðnaðarráðuneytisins að framkvæmdin var ekki á vegum Landsvirkjunar og hvorki að frumkvæði né á forræði ráðuneytisins. Allir sem til þekkja vita að nýting vatnsorkunnar í Fjarðará er takmörkuð við þau umhverfissjónarmið sem voru lögð til grundvallar. Áin hefði forgang til vatnsins og pípur allar lagðar í jörðu. Að baki lágu áratugalangar mælingar á vatnsrennsli árinnar og fjöldi ljósmynda sem sýndu útlit fossanna við mismikið rennsli. Það er aulalegt að reyna að gera undirritaðan tortryggilegan vegna þess að hann sé að sunnan. En að halda því fram að ég hafi búið mína bæjarstjóratíð í Hafnarfirði er rakalaus lygi sem ber vott um virðingarleysi fyrir sannleikanum og er til þess eins fallið að kasta rýrð á alla sem kenna sig við náttúruvernd.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar