Breskar löggur vilja ekki vopn 19. október 2006 06:00 Sænska lögreglan Íslenskir og norskir lögreglumenn treysta meira á notkun piparúða en aðrir starfsbræður þeirra í nágrannalöndunum. Danska lögreglan er nú með úðann til reynslu. MYND/Nordicphotos/Gettyimages Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks. Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Lögreglumenn við störf í Bretlandi og Noregi, hafa að jafnaði sams konar eða minni vopnabúnað en íslenskir starfsbræður þeirra. Sænska, finnska og danska lögreglan gengur hins vegar um með sýnilega skammbyssu í belti. Finnska lögreglan er vígvæddust, en hún er búin lítilli skammbyssu, kylfu, piparúða og rafbyssu; mjóu priki sem gefur frá sér vægt rafstuð. Næst kemur sú sænska með svipuð vopn og hin finnska, nema hún notar ekki rafbyssu. Að sögn Clars Johansson hjá ríkislögreglustjóra Svíþjóðar hefur vopnaburður lögreglunnar vakið nokkra umfjöllun meðal almennings í Svíþjóð síðustu þrjú árin og frekar neikvæða en hitt. Ólíklegt sé þó að reglum verði breytt í grundvallaratriðum, því áratugahefð sé fyrir skambyssunum og nokkuð víðtæk sátt um þær í samfélaginu. Svipaða sögu er að segja frá Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, en þar ganga allir lögreglumenn með níu millimetra skammbyssur og kylfur. Erik Vand, fjölmiðlafulltrúi danska ríkislögreglustjórans, segir að einnig sé verið að prófa notkun á piparúða og enn sem komið er hafi hann reynst vel og verði líklega staðalbúnaður í framtíðinni. Vand ítrekaði að fáheyrt væri að byssurnar væru notaðar. Hart er á því tekið og í hvert sinn sem skoti er hleypt af eru málsatvik rannsökuð af ríkissaksóknara. Danska lögreglan notar ekki rafbyssur. Norskir laganna verðir virðast starfa innan svipaðs ramma og þeir íslensku og vopnaburður þeirra er í öllum meginatriðum sá sami. Venjulegur lögreglumaður í Noregi gengur hvorki með skotvopn um götur né geymir hann þau í lögreglubílnum. Lögreglustjóri getur þó skipað honum að bera skamm- eða vélbyssu þegar þörf þykir. Í Bretlandi ganga löggur hvorki með byssur né piparúða á sér, heldur eru kylfa og handjárn talin duga þeim. Andy Mahady hjá samtökum breskra yfirlögregluþjóna segir að lögreglan forðist í lengstu lög að bera vopn og lögregluþjónarnir sjálfir hafi ekki sýnt því sérstakan áhuga. Rannsóknarlögreglumenn sem heimsæki grunaða glæpamenn fari ekki vígbúnir á vettvang, nema sést hafi til skotvopna á svæðinu, eða rökstuddur grunur sé um að þar séu vopn. Skotvopn eru heldur ekki geymd í bílum embættanna, til dæmis við þjóðvegaeftirlit. Innan bresku lögreglunnar eru þó vitaskuld menn sem hafa hlotið þjálfun í vopnuðum átökum og eru ætíð til taks.
Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira