Bankarnir komnir í sömu stöðu og í byrjun febrúar Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. október 2006 06:00 Ingvar H. Ragnarsson Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis býst við hægum bata áfram. Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna þriggja á millibankamarkaði (CDS) er nú svipað og áður en erfið umræða um íslenska hagkerfið og bankana fór á flug í febrúar síðastliðnum. Í gær var tryggingaálag á bréf Glitnis 37 punktar, 46 á bréf Landsbanka Íslands og 56 á bréf Kaupþings. Níunda febrúar var álagið á bréf Glitnis það sama eða 37 punktar, 44 á bréf Landsbankans og 47 punktar á bréf Kaupþings. Almenn bankavísitala Iboxx, sem sýnir fjármögnunarkostnað í Evrópu, ber hins vegar með sér að almenn hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt sveiflur hafi einkennt þá íslensku á þessu ári. „Þetta eru ákveðin tímamót,“ segir Ingvar H. Ragnarsson, forstöðumaður alþjóðlegrar fjármögnunar Glitnis. Hann segir að þótt tryggingaálag bankanna hafi tekið að aukast fyrir áramótin, hafi skriðan í raun ekki farið af stað fyrr en eftir að Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar 21. febrúar. Ingvar segir að erlendir markaðsaðilar virðist vera orðnir sammála um að hörð viðbrögð skuldabréfamarkaðarins í febrúar og mars síðastliðnum hafi í raun verið yfirskot. „Það sem síðan hefur gerst er að bankarnir hafa skilað mjög góðum uppgjörum og brugðist við þeim hluta gagnrýninnar sem byggð var á málefnalegum rökum. Þá hefur kynningarstarf verið aukið og mikil áhersla verið lögð á gagnsæi í upplýsingagjöf til markaðarins. Á þessu tímabili hafa lánshæfismatsfyrirtækin staðfest óbreytt lánshæfi bankanna og nýtt lánshæfismat Glitnis hjá Standard & Poor‘s í mars kom einnig á mjög góðum tíma. Bankarnir hafa allir styrkt lausafjárstöðu sína og á undanförnum vikum hafa vel heppnaðar skuldabréfaútgáfur þeirra haft jákvæð áhrif,“ segir hann. Ingvar segist hins vegar búast við að íslensku bankarnir búi áfram við nokkurs konar séríslenskt álag á skuldabréf sín, þótt það fari heldur lækkandi. „Í dag er álagið mikið meira en það var á síðasta ári,“ segir hann, en fyrir réttu ári síðan var tryggingaálag á skuldabréf Kaupþings rétt undir 30 punktum og álag á bréf Glitnis og Landsbankans rúmir 20 punktar. „Með breyttri tekjudreifingu bankanna og því að aukinn hluti tekna þeirra myndast utan Íslands mun þetta þokast í rétta átt,“ segir Ingvar. „Þetta smáþokast í rétta átt.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira