Icelandair Group til Vodafone 11. október 2006 00:01 Við undirritun samnings Hjörtur Þorgilsson, upplýsingatæknistjóri Icelandair Group, Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, og Bjarni Birgisson, forstjóri Kögunar. Icelandair Group hefur gert samning við Teymi hf. um fjarskiptaþjónustu frá Vodafone og aukið samstarf við Kögun hf. Samningurinn nær meðal annars til síma- og netþjónustu frá Vodafone, GSM, internet, gagnaflutninga og fastlínuþjónustu. Þá ætlar Icelandair að efla enn samstarf sitt við Kögun um þróun lausna og samþættingu upplýsingakerfa. Síma- og fjarskiptatækni er sífellt vaxandi þáttur í alþjóðlegri flug- og ferðaþjónustu og það er okkar trú að samstarfið við Vodafone muni auka styrk og hagkvæmni á þessu sviði hjá Icelandair Group, auk þess að styrkja enn hið góða samstarf sem við höfum átt við Kögun, segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, segir Icelandair Group gera miklar kröfur um að samskipti og rekstur hugbúnaðar gangi snurðulaust, enda með starfsemi víða um heim. Við hjá Teymi erum afar stolt yfir þessum samningi og ánægjulegt að jafn öflugt fyrirtæki og Icelandair skuli treysta okkur fyrir mikilvægum þætti í rekstri sínum, segir hann. Bjarni Birgisson, forstjóri Kögunar, segir sömuleiðis fyrirtæki sitt hafa unnið náið með Icelandair Group um nokkurra ára skeið og sjá aukna möguleika í samþættingu upplýsingatækni og fjarskiptalausna sem opna muni nýjar þjónustuleiðir bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini fyrirtækja Icelandair Group. Unnið er að stofnun fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf. sem verður til við fyrirhugaða skiptingu Dagsbrúnar í tvö félög. Teymi á að bjóða fjarskipta- og öryggisþjónustu, gagnaflutninga, hýsingu, hugbúnaðarþjónustu og tölvubúnað, en í samstæðunni verða meðal annars félögin Vodafone, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Stefnt er að skráningu Teymis í Kauphöll Íslands. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Icelandair Group hefur gert samning við Teymi hf. um fjarskiptaþjónustu frá Vodafone og aukið samstarf við Kögun hf. Samningurinn nær meðal annars til síma- og netþjónustu frá Vodafone, GSM, internet, gagnaflutninga og fastlínuþjónustu. Þá ætlar Icelandair að efla enn samstarf sitt við Kögun um þróun lausna og samþættingu upplýsingakerfa. Síma- og fjarskiptatækni er sífellt vaxandi þáttur í alþjóðlegri flug- og ferðaþjónustu og það er okkar trú að samstarfið við Vodafone muni auka styrk og hagkvæmni á þessu sviði hjá Icelandair Group, auk þess að styrkja enn hið góða samstarf sem við höfum átt við Kögun, segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone á Íslandi, segir Icelandair Group gera miklar kröfur um að samskipti og rekstur hugbúnaðar gangi snurðulaust, enda með starfsemi víða um heim. Við hjá Teymi erum afar stolt yfir þessum samningi og ánægjulegt að jafn öflugt fyrirtæki og Icelandair skuli treysta okkur fyrir mikilvægum þætti í rekstri sínum, segir hann. Bjarni Birgisson, forstjóri Kögunar, segir sömuleiðis fyrirtæki sitt hafa unnið náið með Icelandair Group um nokkurra ára skeið og sjá aukna möguleika í samþættingu upplýsingatækni og fjarskiptalausna sem opna muni nýjar þjónustuleiðir bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini fyrirtækja Icelandair Group. Unnið er að stofnun fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins Teymis hf. sem verður til við fyrirhugaða skiptingu Dagsbrúnar í tvö félög. Teymi á að bjóða fjarskipta- og öryggisþjónustu, gagnaflutninga, hýsingu, hugbúnaðarþjónustu og tölvubúnað, en í samstæðunni verða meðal annars félögin Vodafone, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Stefnt er að skráningu Teymis í Kauphöll Íslands.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira