Skref í rétta átt 10. október 2006 00:01 Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær til hvaða aðgerða verður gripið til að lækka matvælaverð á Íslandi. Til stendur að fella niður vörugjöld af innlendum og innfluttum matvælum. Þá verður virðisaukaskattur af matar- og drykkjarvörum lækkaður í 7 prósent. Nú bera þessar vörur 14 eða 24,5 prósenta skatt sem leggst beint ofan á vöruverð til neytenda. Taka breytingarnar gildi 1. mars 2007. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verða tollar á innfluttar kjötvörur lækkaðir um allt að 40 prósent. Þetta er villandi orðalag því áfram verður innflutningur háður ákveðnum kvóta sem stjórnvöld ákveða. Þeir sem ekki fá þennan kvóta, sem boðinn er upp, þurfa áfram að flytja inn kjötvörur með hárri opinberri álagningu. Verndin er enn til staðar sem bitnar á almenningi. Nauðsynlegt er að ganga lengra í átt að frjálsum innflutningi og heimila einnig innflutning mjólkurvara án ofurtolla og kvóta. Reyndar er tekið fram að unnið verði frekar að gagnkvæmum tollalækkunum og bættum markaðsaðgangi gagnvart helstu viðskiptalöndum Íslands, sem eigi að tryggja jafnframt útflutningshagsmuni fyrirtækja og bænda. Íslendingar flytja ekki mikið út af landbúnaðarvörum. Þó að nauðsynlegt sé að gæta að hagsmunum útflytjenda eru hagsmunir neytenda ríkari. Töf á nauðsynlegum kerfisbótum kostar fólkið í landinu miklu meira en hugsanlegur ábati vegna greiðari aðgangs að erlendum mörkuðum í framtíðinni. Hér þarf að bregðast strax við. Mikilvægasta breytingin er samt lækkun á virðisaukaskatti. Samkvæmt Hagstofu Íslands ver meðalfjölskyldan um 750 þúsund krónum til kaupa á matar- og drykkjarvörum á ári. Lækki sú fjárhæð um 16 prósent lækkar matarreikningurinn um 120 þúsund krónur á ári. Vissulega munar meiru hjá stórum barnafjölskyldum. Þessi aðgerð kemur sér því vel fyrir fjölmennar fjölskyldur og þá sem eyða stærri hluta tekna sinna í kaup á lífsnauðsynjum. Útreikningar forsætisráðuneytisins gera ráð fyrir að ríkissjóður muni verða af um sjö milljörðum króna árlega í tekjum. Þetta er hægt í ljósi þess að ríkissjóður stendur styrkum fótum. Þó má minna á að horfa verður á tekjuafgang fjárlaga í samhengi við mikinn viðskiptahalla við útlönd. Að hluta til lifum við um efni fram og verðum að eiga fyrir skuldum á gjalddaga. Því má alls ekki slá slöku við í ríkisfjármálum nú á kosningavetri. Geir Haarde forsætisráðherra hefur látið í ljós áhyggjur yfir því að skattalækkun sem þessi skili sér ekki að fullu til neytenda. Þær áhyggjur eru réttmætar. Í fréttum KB banka í gær sagði að skattbyrðin, sem áður rann í ríkissjóð, hlyti að skiptast að einhverju marki á milli kaupenda og seljenda. Það er samt gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki í verslun og þjónustu sýni í verki að breyting sem þessi skili sér að langmestu leyti til neytenda. Yfirlýsing Finns Árnasonar, forstjóra Haga, í gær um að verðlækkun á matvæli muni skila sér að fullu til viðskiptavina, ætti að sýna vilja til þess. Verðlagseftirlit almennings, sem oft er ábótavant, er hér mikilvægt. Það sama má segja um fjölmiðla. Hið opinbera hefur hér ekkert hlutverk. Ekki má gleyma í þessu samhengi að Samfylkingin setti þetta mál almennilega á dagskrá stjórnmálanna í september. Það hefur örugglega haft áhrif á umfang og tímasetningu þessara tillagna ríkisstjórnarinnar nú. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vildi ganga lengra með hagsmuni neytenda í huga. Hún getur samt fagnað því að þessi áfangi er skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær til hvaða aðgerða verður gripið til að lækka matvælaverð á Íslandi. Til stendur að fella niður vörugjöld af innlendum og innfluttum matvælum. Þá verður virðisaukaskattur af matar- og drykkjarvörum lækkaður í 7 prósent. Nú bera þessar vörur 14 eða 24,5 prósenta skatt sem leggst beint ofan á vöruverð til neytenda. Taka breytingarnar gildi 1. mars 2007. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar verða tollar á innfluttar kjötvörur lækkaðir um allt að 40 prósent. Þetta er villandi orðalag því áfram verður innflutningur háður ákveðnum kvóta sem stjórnvöld ákveða. Þeir sem ekki fá þennan kvóta, sem boðinn er upp, þurfa áfram að flytja inn kjötvörur með hárri opinberri álagningu. Verndin er enn til staðar sem bitnar á almenningi. Nauðsynlegt er að ganga lengra í átt að frjálsum innflutningi og heimila einnig innflutning mjólkurvara án ofurtolla og kvóta. Reyndar er tekið fram að unnið verði frekar að gagnkvæmum tollalækkunum og bættum markaðsaðgangi gagnvart helstu viðskiptalöndum Íslands, sem eigi að tryggja jafnframt útflutningshagsmuni fyrirtækja og bænda. Íslendingar flytja ekki mikið út af landbúnaðarvörum. Þó að nauðsynlegt sé að gæta að hagsmunum útflytjenda eru hagsmunir neytenda ríkari. Töf á nauðsynlegum kerfisbótum kostar fólkið í landinu miklu meira en hugsanlegur ábati vegna greiðari aðgangs að erlendum mörkuðum í framtíðinni. Hér þarf að bregðast strax við. Mikilvægasta breytingin er samt lækkun á virðisaukaskatti. Samkvæmt Hagstofu Íslands ver meðalfjölskyldan um 750 þúsund krónum til kaupa á matar- og drykkjarvörum á ári. Lækki sú fjárhæð um 16 prósent lækkar matarreikningurinn um 120 þúsund krónur á ári. Vissulega munar meiru hjá stórum barnafjölskyldum. Þessi aðgerð kemur sér því vel fyrir fjölmennar fjölskyldur og þá sem eyða stærri hluta tekna sinna í kaup á lífsnauðsynjum. Útreikningar forsætisráðuneytisins gera ráð fyrir að ríkissjóður muni verða af um sjö milljörðum króna árlega í tekjum. Þetta er hægt í ljósi þess að ríkissjóður stendur styrkum fótum. Þó má minna á að horfa verður á tekjuafgang fjárlaga í samhengi við mikinn viðskiptahalla við útlönd. Að hluta til lifum við um efni fram og verðum að eiga fyrir skuldum á gjalddaga. Því má alls ekki slá slöku við í ríkisfjármálum nú á kosningavetri. Geir Haarde forsætisráðherra hefur látið í ljós áhyggjur yfir því að skattalækkun sem þessi skili sér ekki að fullu til neytenda. Þær áhyggjur eru réttmætar. Í fréttum KB banka í gær sagði að skattbyrðin, sem áður rann í ríkissjóð, hlyti að skiptast að einhverju marki á milli kaupenda og seljenda. Það er samt gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki í verslun og þjónustu sýni í verki að breyting sem þessi skili sér að langmestu leyti til neytenda. Yfirlýsing Finns Árnasonar, forstjóra Haga, í gær um að verðlækkun á matvæli muni skila sér að fullu til viðskiptavina, ætti að sýna vilja til þess. Verðlagseftirlit almennings, sem oft er ábótavant, er hér mikilvægt. Það sama má segja um fjölmiðla. Hið opinbera hefur hér ekkert hlutverk. Ekki má gleyma í þessu samhengi að Samfylkingin setti þetta mál almennilega á dagskrá stjórnmálanna í september. Það hefur örugglega haft áhrif á umfang og tímasetningu þessara tillagna ríkisstjórnarinnar nú. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vildi ganga lengra með hagsmuni neytenda í huga. Hún getur samt fagnað því að þessi áfangi er skref í rétta átt.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun